Innlent

Óska eftir að leiðinni verði lokað eftir að stígar fóru að gefa sig

Árni Sæberg skrifar
Gönguleiðinni um Reykjadal við Hveragerði verður sennilega lokað í dag.
Gönguleiðinni um Reykjadal við Hveragerði verður sennilega lokað í dag. Vísir/Vilhelm

Bæjaryfirvöld í Hveragerði hafa óskað eftir að hinni vinsælu gönguleið í Reykjadal verði lokað þar til annað verði ákveðið vegna mikillar rigningar og aurburðar á svæðinu. Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott á gönguleiðinni og að göngustígar séu farnir að gefa sig.

Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir í samtali við Vísi að ákvörðun um að óska eftir því að gönguleiðinni verði lokað hafi verið tekin eftir að upplýsingar bárust frá björgunarsveitinni á svæðinu um bágt ástand gönguleiðarinnar.

Göngustígar sem þessi um Reykjadal eru farnir að gefa sig vegna aurburðar.Hveragerðisbær

Í tilkynningu á vef bæjarins segir að í þágu almannaöryggis og umhverfisverndar hafi Hveragerði haft samband við umhverfisyfirvöld og lögregluembættið á Suðulandi til að óska ​​eftir tímabundinni lokun slóðarinnar. Geir segir endanlega ákvörðun um lokun ekki hafa verið tekna.

Umhverfisstofnun muni senda fulltrúa á svæðið í dag til þess að taka leiðina út. Niðurstöðu um lokun sé að öllum líkindum að vænta síðar í dag. Þangað til hvetur hann fólk til þess að bíða með ferðir upp í Reykjadal þangað til að ákvörðun hefur verið tekin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×