Fótbolti

Tveir Íslendingar í úrvalsliði mánaðarins í Danmörku

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Magnaður.
Magnaður. FC Kaupmannahöfn

Íslenskir knattspyrnumenn hafa verið áberandi í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta að undanförnu. 

Það kom því ekkert verulega á óvart að sjá tvo íslenska leikmenn í liði mánaðarins hjá danska fjölmiðlinum Tipsbladet

Þar er annars vegar Sævar Atli Magnússon einn af miðjumönnum í úrvalsliði marsmánaðar en hann hefur spilað afar vel hjá Íslendingaliði Lyngby sem hefur sýnt afar góða frammistöðu að undanförnu og eygja nú von á að bjarga sæti sínu í deildinni eftir að hafa verið á botninum nær allt mótið.

Hins vegar er það Hákon Arnar Haraldsson sem hefur verið allt í öllu hjá meistaraliði FCK sem tyllti sér nýverið á topp deildarinnar.

Hákon var valinn bæði besti leikmaður og besti ungi leikmaður marsmánaðar í deildinni á dögunum og er því að sjálfsögðu í úrvalsliði mánaðarins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×