„Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. apríl 2023 10:00 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. Þetta kemur fram í eins og hálfs tíma löngu viðtali sem Daniels fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan sem birtist í nótt. Daniels sagði í viðtalinu að sér fyndist Trump ekki eiga að fara í fangelsi vegna þess sem hann gerði henni en það þyrfti samt að draga hann til ábyrgðar fyrir aðra glæpi hans. Hún segist „hlakka til“ að bera vitni gegn Trump verði hún kölluð í vitnaleiðslu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Xj_YlLKSYi8">watch on YouTube</a> Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 reyndi lögmaður Trump, Michael Cohen, að borga Daniels 130 þúsund Bandaríkjadali gegn því að hún neitaði því að hafa átt í ástarævintýri við Trump tíu árum áður. Trump hefur sjálfur neitað því að hafa átt samband við Daniels en hefur gengist við greiðslunum. „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Aðspurð hvernig Daniels leið að sjá Trump í dómssalnum sagðist hún hafa verið hissa enda hafa hún búist því að hann yrði stikkfrí í ljósi stöðu sinnar. „Konungnum hefur verið steypt af stóli – hann er ekki lengur ósnertanlegur,“ bætti hún við. Daniels er ein af tveimur konum sem hafa ásakað Trump um að friðþægja sig með mútugreiðslum. Þær greiðslur eru hluti af 34 ákæruliðum sem snúa að bókhaldsbrotum. Trump gaf sig fram á miðvikudag og lýsti sig saklausan af öllum ákærum. Þá var hann stórorður í garð dómarans og sakaði hann um að hata sig og fjölskyldu sína. Málið er enn skammt á veg komið og eru næstu vitnaleiðslur ekki fyrr en fjórða desember. Talið er að aðalmeðferð málsins gæti byrjað í janúar á næsta ári. Þá er líklegt að Trump verði kominn á fullt í kosningaherferð sinni fyrir forsetakosningarnar 2024. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
Þetta kemur fram í eins og hálfs tíma löngu viðtali sem Daniels fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan sem birtist í nótt. Daniels sagði í viðtalinu að sér fyndist Trump ekki eiga að fara í fangelsi vegna þess sem hann gerði henni en það þyrfti samt að draga hann til ábyrgðar fyrir aðra glæpi hans. Hún segist „hlakka til“ að bera vitni gegn Trump verði hún kölluð í vitnaleiðslu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Xj_YlLKSYi8">watch on YouTube</a> Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 reyndi lögmaður Trump, Michael Cohen, að borga Daniels 130 þúsund Bandaríkjadali gegn því að hún neitaði því að hafa átt í ástarævintýri við Trump tíu árum áður. Trump hefur sjálfur neitað því að hafa átt samband við Daniels en hefur gengist við greiðslunum. „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Aðspurð hvernig Daniels leið að sjá Trump í dómssalnum sagðist hún hafa verið hissa enda hafa hún búist því að hann yrði stikkfrí í ljósi stöðu sinnar. „Konungnum hefur verið steypt af stóli – hann er ekki lengur ósnertanlegur,“ bætti hún við. Daniels er ein af tveimur konum sem hafa ásakað Trump um að friðþægja sig með mútugreiðslum. Þær greiðslur eru hluti af 34 ákæruliðum sem snúa að bókhaldsbrotum. Trump gaf sig fram á miðvikudag og lýsti sig saklausan af öllum ákærum. Þá var hann stórorður í garð dómarans og sakaði hann um að hata sig og fjölskyldu sína. Málið er enn skammt á veg komið og eru næstu vitnaleiðslur ekki fyrr en fjórða desember. Talið er að aðalmeðferð málsins gæti byrjað í janúar á næsta ári. Þá er líklegt að Trump verði kominn á fullt í kosningaherferð sinni fyrir forsetakosningarnar 2024.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21
Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30