Fótbolti

FCK áfram í bikar þrátt fyrir jafntefli

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hákon Arnar kom inn af bekknum í dag.
Hákon Arnar kom inn af bekknum í dag. FC Kaupmannahöfn

FC Kaupmannahöfn er komið áfram í undanúrslit danska bikarsins eftir marklaust jafntefli við Vejle sem leikur í næst efstu deild. FCK vann 2-0 sigur í fyrri leik liðanna.

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK en komu inná í síðari hálfleiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir frá Kaupmannahöfn voru með 2-0 forystu í einvíginu eftir fyrri leik liðanna.

Leiknum í dag lauk með markalausu jafntefli og FCK því komið áfram í undanúrslit ásamt Álaborg, Silkeborg og Nordsjælland.

Hákon Arnar kom inn sem varamaður á 62. mínútu leiksins og svo Ísak Bergmann ellefu mínútum síðar. Auk þess að vera komið í undanúrslit bikarsins á FCK í harðri baráttu við Nordsjælland um danska meistaratitilinn en FCK er með eins stigs forystu á toppnum þegar níu umferðir eru eftir af úrslitakeppni um titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×