Messi hafnar launalækkun og líklegast að hann fari í sumar Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 14:01 Lionel Messi mun líklega flytja frá París í sumar. EPA-EFE/YOAN VALAT Ólíklegt er að Lionel Messi komist að samkomulagi við PSG um nýjan samning og því allt útlit fyrir að hann yfirgefi félagið í sumar. Hann neitar að taka á sig launalækkun eins og PSG fer fram á. Þetta herma heimildir ESPN en franski miðillinn L‘Equipe fjallaði fyrst um málið. Viðræður um nýjan samning hafa engu skilað til þessa en frönsku meistararnir vilja að Messi lækki um 25% í launum frá núgildandi samningi sem rennur út í sumar. Sá samningur skilar honum 40 milljónum evra á ári fyrir skatt, sem samsvarar um hálfum milljarði króna á mánuði. Ekki er þó enn útilokað að Messi haldi kyrru fyrir hjá PSG og ráðgert er að hann og Jorge, faðir hans og umboðsmaður, fundi með fulltrúum PSG síðar í þessum mánuði til að finna lausn. Fyrr í vetur, fyrir HM í desember þar sem Messi varð heimsmeistari með Argentínu, var talið líklegt að hann myndi skrifa undir nýjan samning við PSG. Sú staða hefur hins vegar breyst. Hinn 35 ára gamli Messi þótti ekki sýna nægilega mikið í leikjunum við Bayern München þegar PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu, og hefur ekki fylgt eftir þeirri góðu frammistöðu sem hann sýndi á HM. Hluti stuðningsmanna PSG gekk svo langt að baula á Messi í síðustu tveimur heimaleikjum og samkvæmt heimildum ESPN sárnaði honum það. Sömu heimildir segja að Messi haldi öllu opnu varðandi það hvert hann fari í sumar. Pabbi hans hefur rætt um möguleikann á að hann snúi aftur til Barcelona en það gæti reynst snúið vegna fjárhagsstöðu Börsunga. Þá er beðið eftir tilboði frá bandaríska félaginu Inter Miami en Messi ku opinn fyrir því að spila í Bandaríkjunum. Einnig er áhugi á honum hjá sádi-arabíska félaginu Al Ittihad. Franski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Þetta herma heimildir ESPN en franski miðillinn L‘Equipe fjallaði fyrst um málið. Viðræður um nýjan samning hafa engu skilað til þessa en frönsku meistararnir vilja að Messi lækki um 25% í launum frá núgildandi samningi sem rennur út í sumar. Sá samningur skilar honum 40 milljónum evra á ári fyrir skatt, sem samsvarar um hálfum milljarði króna á mánuði. Ekki er þó enn útilokað að Messi haldi kyrru fyrir hjá PSG og ráðgert er að hann og Jorge, faðir hans og umboðsmaður, fundi með fulltrúum PSG síðar í þessum mánuði til að finna lausn. Fyrr í vetur, fyrir HM í desember þar sem Messi varð heimsmeistari með Argentínu, var talið líklegt að hann myndi skrifa undir nýjan samning við PSG. Sú staða hefur hins vegar breyst. Hinn 35 ára gamli Messi þótti ekki sýna nægilega mikið í leikjunum við Bayern München þegar PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu, og hefur ekki fylgt eftir þeirri góðu frammistöðu sem hann sýndi á HM. Hluti stuðningsmanna PSG gekk svo langt að baula á Messi í síðustu tveimur heimaleikjum og samkvæmt heimildum ESPN sárnaði honum það. Sömu heimildir segja að Messi haldi öllu opnu varðandi það hvert hann fari í sumar. Pabbi hans hefur rætt um möguleikann á að hann snúi aftur til Barcelona en það gæti reynst snúið vegna fjárhagsstöðu Börsunga. Þá er beðið eftir tilboði frá bandaríska félaginu Inter Miami en Messi ku opinn fyrir því að spila í Bandaríkjunum. Einnig er áhugi á honum hjá sádi-arabíska félaginu Al Ittihad.
Franski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira