Lögmannafélagið áminnir lögmann vegna meintra lyga laganema Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2023 20:00 Myndin er tekin í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur en tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Lögmannafélag Íslands hefur áminnt lögmann vegna starfsmanns lögmannsins, sem var laganemi, og talinn var hafa siglt undir fölsku flaggi. Laganeminn kvaðst vera að vinna að verkefni í refsirétti og bað rannsóknarstofu Háskóla Íslands, í lyfja- og eiturefnafræði, um aðstoð í tengslum við verkefnið. Svar rannsóknarstofunnar var lagt fram sem sönnunargagn í sakamáli lögmannsins degi síðar. Fulltrúi lögmannsins, laganeminn, hafði samband við rannsóknarstofuna í maí í fyrra og bað um samband við tiltekinn starfsmann, sem féllst á að aðstoða nemann. „Ég er að vinna rannsóknarverkefni í refsirétti sem varðar tengingu fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs […] og hvar skilin liggja á milli fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs, sérstaklega þegar um er að ræða notkun lyfja á borð við Ritalin og Medikinet, svo dæmi sé tekið,“ sagði laganeminn í tölvupósti sem hann sendi úr háskólanetfangi sínu á starfsmanninn. Starfsmaður rannsóknarstofunnar svaraði spurningu laganemans ítarlega og sagði rannsóknarverkefnið áhugavert. Degi síðar lagði lögmaður fram svarið sem sönnunargagn í dómsmáli, sem varðaði einmitt meintan akstur undir áhrifum tiltekinna tegunda lyfja. Beitt visvítandi blekkingum Rannsóknarstofa háskólans taldi að laganeminn hafi vísvitandi beitt blekkingum í því skyni að leggja fram skjal sem myndi kasta rýrð á fyrirliggjandi skjal í dómsmáli, enda rannsaki stofan jafnan sýni í sakamálum þegar meint notkun ávana- og fíkniefni er til álita. Lögmaðurinn bæri ábyrgð á störfum laganemans. Laganeminn neitaði að hafa beitt blekkingum. Hann hafi verið að vinna að rannsóknarverkefni, sem þó væri skammt á veg komið. Áhugi á verkefninu hafi einmitt kviknað þegar hann aðstoðaði lögmanninn við varnir í téðu sakamáli. Hann hafi gert sér grein fyrir því að svör rannsóknarstofunnar gætu nýst þegar þau bárust. Venja að aðstoða nemendur Háskóli Íslands krafðist þess að lögmanninum yrði gert að sæta áminningu enda hefði laganeminn, á ábyrgð lögmannsins, villt á sér heimildir og beitt blekkingum. Venja sé að aðstoða nema endurgjaldslaust við rannsóknarverkefni og gjald hefði verið tekið, hefði laganeminn komið hreint fram. Þá hafi nemandinn ekki kynnt sig sem lögfræðing, gefið upp vinnunetfang eða annað sem gæti gefið til kynna að hann hafi óskað eftir gögnum vegna starfans. Þvert á móti hafi hann sent póst úr háskólanetfangi og sagst vera að vinna að rannsóknarverkefni í refsirétti. Hvergi hafi verið minnst á yfirvofandi sakamál og tengsl laganemans við verjendastörf lögmannsins í málinu. Allra lögmætra úrræða neytt Lögmaðurinn hélt því fram að fjölmargir vankantar væru á rannsókn stofunnar í tengslum við sakamálið og væri því verið að kvarta til Lögmannafélagsins. Hvorki lög né siðareglur lögmanna hafi verið brotin, enda hafi framlagning matsgerðarinnar verið í þágu þeirrar skyldu að neyta allra lögmætra úrræða til að gæta hagsmuna umbjóðenda. Rangar fullyrðingar háskólans fælu í sér aðför að æru og virðingu sem ekki yrði við unað. Ekkert óeðlilegt væri við að áhugi nema, og annarri, kvikni í tengslum við störf. Lögmannafélagið sagði að laganemanum hafi borið skylda til að upplýsa starfsmann rannsóknarstofu háskólans um störf sín og tengsl við dómsmálið. Ekkert hafi komið fram sem gæfi til kynna að hann væri raunverulega að vinna að rannsóknarverkefni. Þó svo væri bæri samt sem áður að upplýsa um tengsl hans við málið. Háttsemin samrýmdist þar af leiðandi hvorki þeirri tillitssemi sem lögmönnum beri að sýna né verði talin í samræmi við góða lögmannshætti. Rétt þótti að áminna lögmanninn, vegna háttsemi laganemans, vegna málsins. Uppfært: Rétt er að taka fram að úrskurðarnefnd lögmanna, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og starfar í tengslum við Lögmannafélag Íslands, úrskurðaði í málinu, ekki Lögmannafélagið sjálft. Lögmennska Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Fulltrúi lögmannsins, laganeminn, hafði samband við rannsóknarstofuna í maí í fyrra og bað um samband við tiltekinn starfsmann, sem féllst á að aðstoða nemann. „Ég er að vinna rannsóknarverkefni í refsirétti sem varðar tengingu fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs […] og hvar skilin liggja á milli fíkniefnaaksturs og lyfjaaksturs, sérstaklega þegar um er að ræða notkun lyfja á borð við Ritalin og Medikinet, svo dæmi sé tekið,“ sagði laganeminn í tölvupósti sem hann sendi úr háskólanetfangi sínu á starfsmanninn. Starfsmaður rannsóknarstofunnar svaraði spurningu laganemans ítarlega og sagði rannsóknarverkefnið áhugavert. Degi síðar lagði lögmaður fram svarið sem sönnunargagn í dómsmáli, sem varðaði einmitt meintan akstur undir áhrifum tiltekinna tegunda lyfja. Beitt visvítandi blekkingum Rannsóknarstofa háskólans taldi að laganeminn hafi vísvitandi beitt blekkingum í því skyni að leggja fram skjal sem myndi kasta rýrð á fyrirliggjandi skjal í dómsmáli, enda rannsaki stofan jafnan sýni í sakamálum þegar meint notkun ávana- og fíkniefni er til álita. Lögmaðurinn bæri ábyrgð á störfum laganemans. Laganeminn neitaði að hafa beitt blekkingum. Hann hafi verið að vinna að rannsóknarverkefni, sem þó væri skammt á veg komið. Áhugi á verkefninu hafi einmitt kviknað þegar hann aðstoðaði lögmanninn við varnir í téðu sakamáli. Hann hafi gert sér grein fyrir því að svör rannsóknarstofunnar gætu nýst þegar þau bárust. Venja að aðstoða nemendur Háskóli Íslands krafðist þess að lögmanninum yrði gert að sæta áminningu enda hefði laganeminn, á ábyrgð lögmannsins, villt á sér heimildir og beitt blekkingum. Venja sé að aðstoða nema endurgjaldslaust við rannsóknarverkefni og gjald hefði verið tekið, hefði laganeminn komið hreint fram. Þá hafi nemandinn ekki kynnt sig sem lögfræðing, gefið upp vinnunetfang eða annað sem gæti gefið til kynna að hann hafi óskað eftir gögnum vegna starfans. Þvert á móti hafi hann sent póst úr háskólanetfangi og sagst vera að vinna að rannsóknarverkefni í refsirétti. Hvergi hafi verið minnst á yfirvofandi sakamál og tengsl laganemans við verjendastörf lögmannsins í málinu. Allra lögmætra úrræða neytt Lögmaðurinn hélt því fram að fjölmargir vankantar væru á rannsókn stofunnar í tengslum við sakamálið og væri því verið að kvarta til Lögmannafélagsins. Hvorki lög né siðareglur lögmanna hafi verið brotin, enda hafi framlagning matsgerðarinnar verið í þágu þeirrar skyldu að neyta allra lögmætra úrræða til að gæta hagsmuna umbjóðenda. Rangar fullyrðingar háskólans fælu í sér aðför að æru og virðingu sem ekki yrði við unað. Ekkert óeðlilegt væri við að áhugi nema, og annarri, kvikni í tengslum við störf. Lögmannafélagið sagði að laganemanum hafi borið skylda til að upplýsa starfsmann rannsóknarstofu háskólans um störf sín og tengsl við dómsmálið. Ekkert hafi komið fram sem gæfi til kynna að hann væri raunverulega að vinna að rannsóknarverkefni. Þó svo væri bæri samt sem áður að upplýsa um tengsl hans við málið. Háttsemin samrýmdist þar af leiðandi hvorki þeirri tillitssemi sem lögmönnum beri að sýna né verði talin í samræmi við góða lögmannshætti. Rétt þótti að áminna lögmanninn, vegna háttsemi laganemans, vegna málsins. Uppfært: Rétt er að taka fram að úrskurðarnefnd lögmanna, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og starfar í tengslum við Lögmannafélag Íslands, úrskurðaði í málinu, ekki Lögmannafélagið sjálft.
Lögmennska Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira