Innlent

Tekin með kókaín­pakkningar límdar við lærið

Atli Ísleifsson skrifar
Konan sagðist ekki hafa verið eigandi efnanna heldur verið svokallað burðardýr.
Konan sagðist ekki hafa verið eigandi efnanna heldur verið svokallað burðardýr. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins. Konan kom til landsins frá Barcelona á Spáni og var með efnin falin í tveimur pakkningum sem voru límdar á læri hennar við komuna til landsins.

Konan var ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hún kom til landsins með flugi í febrúar síðastliðnum.

Konan sagði að fyrir dómi að hún hafi ekki verið eigandi fíkniefnanna, skipuleggjandi eða fjármagnandi ferðarinnar, heldur hafi hún verið svokallað burðardýr.

Konan játaði brot sín skýlaust og kemur fram að hún hafi verið samvinnuþýð við rannsókn málsins. Þá var einnig tekið tillit til góðrar hegðunar í gæsluvarðhaldi. Dómari þótti níu mánaða fangelsi vera hæfileg refsing, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hún hafði sætt frá komunni til landsins.

Konunni var jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað, alls um 2,4 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×