Fótbolti

Var tekinn út úr hópnum vegna þess að hann fastar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jaouen Hadjam spilaði ekki gegn Reims í gær.
Jaouen Hadjam spilaði ekki gegn Reims í gær. getty/Jean Catuffe

Knattspyrnustjóri franska úrvalsdeildarliðsins Nantes tók leikmann út úr hópnum vegna þess að hann fastar vegna Ramadan.

Marokkóinn Jaouen Hadjam hefur verið fastamaður í liði Nantes síðan hann kom frá Paris í janúar. Hann var hins vegar ekki í leikmannahópi liðsins þegar það tapaði 3-0 fyrir Reims í gær.

„Það er ekkert umdeilt. Ég styð þá sem fasta. En þú ættir ekki að fasta á leikdögum,“ sagði Antoine Kombouare, stjóri Nantes. 

„Þetta er ekki refsing. Ég sem reglurnar. Þetta er hans ákvörðun og ég virði hana.“

Nantes er í 14. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×