Innlent

Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gestir Pallborðsins að þessu sinni eru Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Gestir Pallborðsins að þessu sinni eru Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra undirritaði nýjar reglur um vopnaburð lögreglu fyrir síðust áramót sem heimila lögreglumönnum að bera rafbyssur. Málið var ekki borið upp á ríkisstjórnarfundi, þrátt fyrir óskir forsætisráðherra og vinnubrögð Jóns gagnrýnd af umboðsmanni Alþingis og þingmönnum stjórnarandstöðunnar.

Í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómstólaráðherra, þar sem lagt var til að lögregla fengi að bera rafbyssur, kemur fram að Landssamband lögreglumanna hafi kallað eftir því að lögreglumenn fái að bera vopnin. Ef marka má tölur frá Vinnueftirlitinu virðist slysum á lögreglumönnum hins vegar ekki hafa fjölgað, líkt og haldið hefur verið fram.

Þá er mörgum spurningum ósvarað, meðal annars um það hvers vegna lögregla telur sig þurfa á rafbyssum að halda og hvernig vopnin verða notuð.

Hægt er að horfa á Pallborðið á Vísi í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur

Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“.

Full­yrðingar ráð­herra um veru­lega fjölgun slysa standast ekki skoðun

Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 

Af­greiðsla Jóns á raf­byssu­heimild ekki góð stjórn­sýsla

Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×