Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2023 12:03 Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Hún vill auka aðgengi að Naloxone nefúðanum. Rauði krossinn Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi. Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og en ákvörðun Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Fleiri en þúsund Bandaríkjamenn hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða á síðasta ári. Sjá nánar: FDA heimilar lausasölu Naloxone lyfsins Narcan Hafrún Elísa Sigurðardóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. „Við fögnum því auðvitað að það sé verið að opna á það að Naloxone sé lausasölulyf í Bandaríkjunum og við teljum alveg gríðarlega mikilvægt að Naloxone hérna á Íslandi verði líka lausasölulyf þar sem fólk getur bara farið í apótek og keypt nefúðann.“ Hafrún segist raunar ekki skilja hvers vegna nefúðinn sé ekki þegar í lausasölu. „Það fylgir því engin hætta að nota hann. Þú getur ekki misnotað nefúðann. Fólk sem er með þungan vímuefnavanda, og notar þessi ópíóðalyf, vill helst ekki að nefúðinn sé notaður nema að þess sé virkileg þörf því um leið og þú notar nefúðann ferðu í einhvers konar fráhvörf,“ útskýrir Hafrún sem bendir á að nefúðinn hafi gefið góða raun hér á landi sem og annars staðar og bjargað lífi fjölmargra. „Þetta hefur heldur betur bjargað lífi margra og við hjá Frú Ragnheiði og Ylju neyslurými höfum á einu ári dreift 500-600 nefúðum og við heyrum alltaf mjög reglulega af fólki sem hefur þurft að nota nefúðann til að bjarga vinum eða ástvinum og svo höfum við einnig heyrt á bráðamóttökunni þar sem fólk kemur þangað inn eftir að hafa fengið fyrsta nefúðann frá okkur.“ Hafrún segir að aðstandendur fólks sem haldið er ópíóðafíkn þrái að hafa aðgang að nefúðanum til að geta brugðist rétt við ef slæm tilfelli koma upp. Ertu bjartsýn á að þetta skref Bandaríkjanna verði til þess að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið? „Ég vona það innilega því við höfum nú séð það hvernig ópíóðafaraldurinn er að fara með Bandaríkin. Vonandi getum við og aðrar þjóðir lært af því hvað það er mikilvægt að hafa gott aðgengi að Naloxone nefúða.“ Lyf Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53 Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38 Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og en ákvörðun Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Fleiri en þúsund Bandaríkjamenn hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða á síðasta ári. Sjá nánar: FDA heimilar lausasölu Naloxone lyfsins Narcan Hafrún Elísa Sigurðardóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. „Við fögnum því auðvitað að það sé verið að opna á það að Naloxone sé lausasölulyf í Bandaríkjunum og við teljum alveg gríðarlega mikilvægt að Naloxone hérna á Íslandi verði líka lausasölulyf þar sem fólk getur bara farið í apótek og keypt nefúðann.“ Hafrún segist raunar ekki skilja hvers vegna nefúðinn sé ekki þegar í lausasölu. „Það fylgir því engin hætta að nota hann. Þú getur ekki misnotað nefúðann. Fólk sem er með þungan vímuefnavanda, og notar þessi ópíóðalyf, vill helst ekki að nefúðinn sé notaður nema að þess sé virkileg þörf því um leið og þú notar nefúðann ferðu í einhvers konar fráhvörf,“ útskýrir Hafrún sem bendir á að nefúðinn hafi gefið góða raun hér á landi sem og annars staðar og bjargað lífi fjölmargra. „Þetta hefur heldur betur bjargað lífi margra og við hjá Frú Ragnheiði og Ylju neyslurými höfum á einu ári dreift 500-600 nefúðum og við heyrum alltaf mjög reglulega af fólki sem hefur þurft að nota nefúðann til að bjarga vinum eða ástvinum og svo höfum við einnig heyrt á bráðamóttökunni þar sem fólk kemur þangað inn eftir að hafa fengið fyrsta nefúðann frá okkur.“ Hafrún segir að aðstandendur fólks sem haldið er ópíóðafíkn þrái að hafa aðgang að nefúðanum til að geta brugðist rétt við ef slæm tilfelli koma upp. Ertu bjartsýn á að þetta skref Bandaríkjanna verði til þess að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið? „Ég vona það innilega því við höfum nú séð það hvernig ópíóðafaraldurinn er að fara með Bandaríkin. Vonandi getum við og aðrar þjóðir lært af því hvað það er mikilvægt að hafa gott aðgengi að Naloxone nefúða.“
Lyf Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53 Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38 Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53
Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38
Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00