Íbúar sem lentu í snjóflóðinu þurfa að greiða hundruð þúsunda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2023 11:55 Meira tjón varð á íbúðum á neðri hæð hússins. Landsbjörg Forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands segir hlutverk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að bæta mikið tjón svo tryggja megi endurreisn samfélaga sem verða fyrir náttúruhamförum. Íbúar í Neskaupstað þurfa að bera hluta tjóns síns vegna snjóflóða sjálfir. Fulltrúar Náttúruhamfaratrygginga fóru til Neskaupstaðar á þriðjudag og ræddu við íbúa sem urðu fyrir verulegu tjóni vegna snjóflóðs sem féll á bæinn á mánudag, og fóru yfir reglur um trygginguna með þeim. RÚV greinir frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt meðal sumra íbúa, með þær fréttir að þeir þyrftu að bera hluta tjóns síns sjálfir, minnst sex hundruð þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega bara lög sem ákveða það hver eigin áhætta er og það sem verið er að hugsa um er fyrst og fremst það að það sé verið að tryggja samfélagið þannig fyrir tjóni að það sé hægt að tryggja endurreisn samfélags þegar stór tjón hafa átt sér stað,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Aðsend Fyrst og fremst sé horft til þess að heildartjón sé bætt að stórum hluta, meðal annars til að koma í veg fyrir að fólk missi eignir sínar. Um er að ræða tíu íbúðir tveggja fjölbýlishúsa. „Þær eru hafa orðið fyrir mjög mismiklu tjóni. Verulegu tjóni á neðri hæðunum en minna tjóni á efri hæðunum.“ Í sex til átta íbúðum hafi þá orðið innbústjón. Eigin áhætta vegna tjóns á íbúðunum sjálfum er að lágmarki fjögur hundruð þúsund krónur, en tvö hundruð þúsund krónur vegna innbús. Því geta íbúar þurft að standa straum af sex hundruð þúsund króna kostnaði áður en til kasta hamfaratryggingarinnar kemur. Öðruvísi en venjuleg heimilistrygging Hulda segir mikilvægt að hafa í huga að hamfaratrygging sé eðlisólík hefðbundnum tryggingum, þar sem greitt er út vegna eins og eins tjóns. Sjóður stofnunarinnar, sem stendur í um fimmtíu milljörðum, sé byggður upp til að verja heil samfélög, og jafnvel heila borg ef því er að skipta. „Ef að eigin áhættan í svoleiðis tjóni er sambærileg við það sem þú ert með í venjulegri fjölskyldutryggingu, þá getur óverulegt tjón á mjög mörgum eignum klárað þennan mikilvæga sjóð okkar Íslendinga.“ Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tryggingar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Fulltrúar Náttúruhamfaratrygginga fóru til Neskaupstaðar á þriðjudag og ræddu við íbúa sem urðu fyrir verulegu tjóni vegna snjóflóðs sem féll á bæinn á mánudag, og fóru yfir reglur um trygginguna með þeim. RÚV greinir frá því að nokkurrar óánægju hafi gætt meðal sumra íbúa, með þær fréttir að þeir þyrftu að bera hluta tjóns síns sjálfir, minnst sex hundruð þúsund krónur. „Þetta eru náttúrulega bara lög sem ákveða það hver eigin áhætta er og það sem verið er að hugsa um er fyrst og fremst það að það sé verið að tryggja samfélagið þannig fyrir tjóni að það sé hægt að tryggja endurreisn samfélags þegar stór tjón hafa átt sér stað,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir er forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.Aðsend Fyrst og fremst sé horft til þess að heildartjón sé bætt að stórum hluta, meðal annars til að koma í veg fyrir að fólk missi eignir sínar. Um er að ræða tíu íbúðir tveggja fjölbýlishúsa. „Þær eru hafa orðið fyrir mjög mismiklu tjóni. Verulegu tjóni á neðri hæðunum en minna tjóni á efri hæðunum.“ Í sex til átta íbúðum hafi þá orðið innbústjón. Eigin áhætta vegna tjóns á íbúðunum sjálfum er að lágmarki fjögur hundruð þúsund krónur, en tvö hundruð þúsund krónur vegna innbús. Því geta íbúar þurft að standa straum af sex hundruð þúsund króna kostnaði áður en til kasta hamfaratryggingarinnar kemur. Öðruvísi en venjuleg heimilistrygging Hulda segir mikilvægt að hafa í huga að hamfaratrygging sé eðlisólík hefðbundnum tryggingum, þar sem greitt er út vegna eins og eins tjóns. Sjóður stofnunarinnar, sem stendur í um fimmtíu milljörðum, sé byggður upp til að verja heil samfélög, og jafnvel heila borg ef því er að skipta. „Ef að eigin áhættan í svoleiðis tjóni er sambærileg við það sem þú ert með í venjulegri fjölskyldutryggingu, þá getur óverulegt tjón á mjög mörgum eignum klárað þennan mikilvæga sjóð okkar Íslendinga.“
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Tryggingar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43 Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Opna þjónustumiðstöð Almannavarna Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði. 2. apríl 2023 10:43
Búið að aflétta öllum rýmingum á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna ofanflóðahættu á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði og aflétta öllum rýmingum á svæðunum. 1. apríl 2023 19:33