Innlent

Opna þjónustu­mið­stöð Al­manna­varna

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mikið tjón er í Neskaupstað.
Mikið tjón er í Neskaupstað. Landsbjörg

Ríkislögreglustjóri í samvinnu við Rauða krossinn og Fjarðarbyggð mun opna þjónustumiðstöð í Neskaupstað á morgun. Verkefni miðstöðvarinnar felast í stuðningi við íbúa og aðra sem fundið hafa fyrir áhrifum vegna snjóflóða. Sálrænn stuðningur verður í boði.

Þjónustuðmiðstöðin verður til húsa í Egilsbúð, félagsheimili Neskaupstaðar. Opið verður mánudag, þriðjudag og miðvikudag í komandi viku frá klukkan 11 til 18. Miðstöðin verður opin jafn lengi og hennar er þörf og opnunartími vegna páska verður auglýstur skömmu eftir helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Stuðningur við íbúa og aðra verður meðal annars af sálfélagslegum toga. Lögð er áhersla á að þjónustumiðstöðin standi öllum á Austfjörðum til boða. Þá er einnig hægt að hafa samband í gegnum síma eða tölvupóst.

Heitt verður á könnunni og allir, sem telja að þjónustan geti gagnast, eru hvattir til að mæta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×