Fótbolti

Biðst afsökunar á því að hafa skallað annan þjálfara

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fran Alonso var skallaður eftir leik Celtic og Rangers í skosku úrvalsdeildinni.
Fran Alonso var skallaður eftir leik Celtic og Rangers í skosku úrvalsdeildinni. Ewan Bootman/SNS Group via Getty Images

Craig McPherson, aðstoðarþjálfari Rangers í skosku úrvalsdeildinni, hefur beðist afsökunar á því að hafa skallað Fran Alonso, þjálfara Celtic í viðureign liðanna síðastliðinn mánudag.

McPherson missti algjörlega stjórn á skapi sínu eftir 1-1 jafntefli liðanna í skosku úrvalsdeild kvenna síðastliðinn mánudag. Í myndbandi sem náðist af atvikinu sást McPherson skalla knattspyrnustjóra Rangers, Fran Alonso, í hnakkann þegar leikmenn og þjálfarar þökkuðu hver öðrum fyrir leikinn.

Þessi 52 ára gamli aðstoðarþjálfari Rangers hefur nú sent frá sér afsökunarbeiðni og í samtali við skoska knattspyrnusambandið sagðist hann taka á sig þá refsingu sem sambandið myndi ákveða.

„Ég vil biðjast innilegrar afsökunar á hegðun minni,“ segir McPherson í upphafi yfirlýsingarinnar.

„Ég veit vel að ég brást sjálfum mér, liðinu og klúbbnum í heild. Ég geri miklar kröfur til sjálfs míns og hef aldrei gert neitt þessu líkt á löngum þjálfaraferli og ég veit að ég stóðst ekki mínar eigin kröfur með hegðun minni.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.