Horfa til afléttinga í ljósi góðra aðstæðna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2023 12:11 Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Snjóflóðahætta fer þverrandi á Austurlandi og standa vonir til að hægt verði að aflétta rýmingum fljótlega. Íbúi á Seyðisfirði er ósáttur við seinagang í upplýsingagjöf lögreglu til íbúa. Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. „Þá gefst tækifæri til að meta krapaflóðsstöðuna og sjá hvernig það þróast í dag. Snjóflóðahættan fer óðum minnkandi og við erum bjartsýn á að það verði hægt að fara í afléttingar, að minnsta kosti vegna snjóflóðarýminga,“ segir Víðir. Þá verði vonandi einnig hægt að aflétta rýmingum vegna krapaflóðahættu, þó það sé tvísýnna. Á flestum vegum sé orðið gott færi. „Það er þröngt á einhverjum fjallvegum og snjór í köntum, þannig að það þarf að gæta varúðar þar. Svo er eitthvað um vatnsskemmdir á vegum og hámarkshraði verið tekinn niður.“ Víða um Austurland gæti áhrifa veðurs síðustu daga, en unnið sé að lagfæringu. Þá séu allir vegir í alfaraleið opnir. Eðlilegar skýringar að baki upplýsingagjöf til íbúa Sigfús Gunnarsson er búsettur á Seyðisfirði. Hann telur að upplýsingar frá lögreglu um rýmingar mættu berast fyrr. „Núna þegar það var rýmt á Bökkunum í fyrrakvöld þá fréttum við af þessum fundi sem var haldinn hér um rýmingar. Við vissum að það átti að rýma, en það var tæpum tveimur tímum síðar sem SMS kom.“ Upplýsingar um rýmingu hafi verið birtar á Facebook áður en þær voru sendar með smáskilaboðum til íbúa. Það sé sjálfsagt að rýma þegar skipanir um það berist. „Allt annað er mjög flott nema þessi upplýsingagjöf.“ Víðir segir eðlilegar skýringar hins vegar búa að baki. „Það er mjög oft þannig að það er ákveðið að fara í rýmingar. Það er ákveðið á fundi hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, en rýmingin á ekki að taka gildi fyrr en fimm, sex klukkutímum seinna. Það er bara út af því að þá er þróunin talin vera þannig. Þannig að það er eðlileg skýring á því ef það hefur verið með slíkum hætti,“ segir Víðir. Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Múlaþing Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. „Þá gefst tækifæri til að meta krapaflóðsstöðuna og sjá hvernig það þróast í dag. Snjóflóðahættan fer óðum minnkandi og við erum bjartsýn á að það verði hægt að fara í afléttingar, að minnsta kosti vegna snjóflóðarýminga,“ segir Víðir. Þá verði vonandi einnig hægt að aflétta rýmingum vegna krapaflóðahættu, þó það sé tvísýnna. Á flestum vegum sé orðið gott færi. „Það er þröngt á einhverjum fjallvegum og snjór í köntum, þannig að það þarf að gæta varúðar þar. Svo er eitthvað um vatnsskemmdir á vegum og hámarkshraði verið tekinn niður.“ Víða um Austurland gæti áhrifa veðurs síðustu daga, en unnið sé að lagfæringu. Þá séu allir vegir í alfaraleið opnir. Eðlilegar skýringar að baki upplýsingagjöf til íbúa Sigfús Gunnarsson er búsettur á Seyðisfirði. Hann telur að upplýsingar frá lögreglu um rýmingar mættu berast fyrr. „Núna þegar það var rýmt á Bökkunum í fyrrakvöld þá fréttum við af þessum fundi sem var haldinn hér um rýmingar. Við vissum að það átti að rýma, en það var tæpum tveimur tímum síðar sem SMS kom.“ Upplýsingar um rýmingu hafi verið birtar á Facebook áður en þær voru sendar með smáskilaboðum til íbúa. Það sé sjálfsagt að rýma þegar skipanir um það berist. „Allt annað er mjög flott nema þessi upplýsingagjöf.“ Víðir segir eðlilegar skýringar hins vegar búa að baki. „Það er mjög oft þannig að það er ákveðið að fara í rýmingar. Það er ákveðið á fundi hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, en rýmingin á ekki að taka gildi fyrr en fimm, sex klukkutímum seinna. Það er bara út af því að þá er þróunin talin vera þannig. Þannig að það er eðlileg skýring á því ef það hefur verið með slíkum hætti,“ segir Víðir.
Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Múlaþing Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira