Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. apríl 2023 14:03 Frá afhendingu sex milljóna króna gjafarinnar, fulltrúar Oddfellow og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar Oddfellow stúkanna á Selfossi, stúkan Þóra og stúkan Hásteinn mættu í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og færðu stofnuninni sex milljónir að gjöf, sem nýta á í uppbyggingu nýrrar líknardeildar sjúkrahússins á Selfossi. Það var Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók á móti gjöfinni. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður. „Það er náttúrulega alveg frábært og mun koma sér svo sannarlega vel hérna við að opna nýja líknardeild og heimahlynningu vonandi í framhaldinu. Þannig að þetta er fallega hugsað og mun nýtast vel. Þetta verður líknardeild fyrir sjúklinga, sem eru komnir á líknandi meðferð og við munum reyna að passa upp á bestu getu að þeim líði vel þessar síðustu vikur og mánuði lífsins, það er mikilvægt,“ segir Sigurður. Og það er engin líknardeild á Suðurlandi í dag eða? „Ekki eins og er nei. Við erum að vísu alltaf með sjúklinga í líknandi meðferð en það er ekki formlega líknardeild til.“ Sigurður segir að það muni verða fjögur rými á nýju líknardeildinni og síðan heimahlynning þar sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hjálpar fólki heima við eins og hægt er. En hvenær verður nýja deildin opnuð formlega? „Það er ekki gott að segja. Nú er fyrirhugað að fara í endurnýjun á húsnæðinu og það mun vonandi gerast núna á næstu árum og þá munum við gera ráð fyrir í þeim teikningum, líknareiningu á friðsælum stað en í augnablikinu eru þessir líknateymi á okkar almennu lyflækningadeild,“ segir Sigurður. Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók formlega á móti gjafabréfinu frá Oddfellow er hér með starfsfólki HSU.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Það var hátíðleg stund þegar fulltrúar Oddfellow stúkanna á Selfossi, stúkan Þóra og stúkan Hásteinn mættu í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og færðu stofnuninni sex milljónir að gjöf, sem nýta á í uppbyggingu nýrrar líknardeildar sjúkrahússins á Selfossi. Það var Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók á móti gjöfinni. Hann var að sjálfsögðu mjög ánægður. „Það er náttúrulega alveg frábært og mun koma sér svo sannarlega vel hérna við að opna nýja líknardeild og heimahlynningu vonandi í framhaldinu. Þannig að þetta er fallega hugsað og mun nýtast vel. Þetta verður líknardeild fyrir sjúklinga, sem eru komnir á líknandi meðferð og við munum reyna að passa upp á bestu getu að þeim líði vel þessar síðustu vikur og mánuði lífsins, það er mikilvægt,“ segir Sigurður. Og það er engin líknardeild á Suðurlandi í dag eða? „Ekki eins og er nei. Við erum að vísu alltaf með sjúklinga í líknandi meðferð en það er ekki formlega líknardeild til.“ Sigurður segir að það muni verða fjögur rými á nýju líknardeildinni og síðan heimahlynning þar sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hjálpar fólki heima við eins og hægt er. En hvenær verður nýja deildin opnuð formlega? „Það er ekki gott að segja. Nú er fyrirhugað að fara í endurnýjun á húsnæðinu og það mun vonandi gerast núna á næstu árum og þá munum við gera ráð fyrir í þeim teikningum, líknareiningu á friðsælum stað en í augnablikinu eru þessir líknateymi á okkar almennu lyflækningadeild,“ segir Sigurður. Sigurður Böðvarsson, krabbameinslæknir, sem tók formlega á móti gjafabréfinu frá Oddfellow er hér með starfsfólki HSU.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira