Fótbolti

FH á­frýjar dómi Aga- og úr­skurðar­nefndar í máli Mor­ten Beck

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Morten Beck Guldsmed lék með FH, ÍA og KR hér á landi og stendur í deilu við FH vegna vangoldinna launa.
Morten Beck Guldsmed lék með FH, ÍA og KR hér á landi og stendur í deilu við FH vegna vangoldinna launa. VÍSIR/DANÍEL

Knattspyrnudeild FH ætlar sér að áfrýja dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Mortens Beck Guldsmed til Áfrýjunardómstóls KSÍ.

Félagið sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis fyrr í kvöld þar sem kemur fram að deildin telji sig hafa staðið skil af öllum greiðslum til leikmannsins samkvæmt samningi. Í dómi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ segir að FH skuli sæta sekt að upphæð 15 þúsund króna og að knattspyrnulið félagsins í meistaraflokki karla skuli sæta félagsskiptabann í eitt tímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagsskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að úrskurður er kveðinn upp.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck, segir að krafa leikmannsins nemi alls rúmlega 24,3 milljónum króna, sem skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón.

Eins og áður segir hefur knattspyrnudeild FH nú ákveðið að áfrýja þessum dómi.

„Knattspyrnudeild FH mun áfrýja dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Morten Beck Guldmed til Áfrýjunardómstóls KSÍ,“ segir í yfirlýsingu FH-inga.

„Knattspyrnudeild FH hefur staðið skil á öllum greiðslum til leikmannsins samkvæmt samningi og hafnar því alfarið að hafa ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar gagnvart leikmanninum.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.