Innlent

Ekki talið ó­hætt að af­létta rýmingum frekar

Árni Sæberg skrifar
Rýmingar verða áfram í gildi víða á Austurlandi. Þar á meðal á Neslaupstað.
Rýmingar verða áfram í gildi víða á Austurlandi. Þar á meðal á Neslaupstað. Stöð 2/Sigurjón

Veðurstofa Íslands hefur kannað ástand hlíða á Austurlandi með tilliti til rýminga í dag. Ekki þykir óhætt að aflétta rýmingum frekar að svo stöddu.

Hættustig er áfram í gildi vegna ofanflóða í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og gul viðvörun er í gildi á svæðinu vegna rigningar og asahláku samhliða hlýindum. Líkur eru á talsverðri rigningu fram undir hádegi á morgun.

Rýmingum var aflétt að hluta í dag og gert var ráð fyrir því að unnt yrði að aflétta enn frekar.

Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að það sé ekki talið öruggt að svo stöddu. Staðan sé endurmetin í sífellu og frekari tilkynningar verði gefnar út þegar breytingar verða á henni.

Mörg snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn

Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að mörg snjóflóð hafi fallið síðasta sólarhringinn fyrir austan. Stærstu snjóflóðin hafi fallið í Neskaupstað í gær og tvö þeirra á varnir ofan byggðarinnar. Snjóflóð sem hafa fallið í dag hafi verið minni og stöðvast ofar. Í dag hafi fallið krapaflóð víða, meðal annars í Berufirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði.

„Það dregur úr hættu á stórum snjóflóðum þegar blotnar í snjó á láglendi og fer að rigna í upptakasvæðum. Hinsvegar eykst hætta á krapaflóðum í rigningunni í dag og á morgun,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga

Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.