Fótbolti

Guðrún og stöllur fengu skell

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar fyrir Rosengård.
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar fyrir Rosengård. Eric Alonso/Getty Images

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård máttu þola 4-1 tap er liðið heimsótti Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Guðrún stóð vaktina í hjarta varnarinnar hjá Rosengård, en heimakonur í Linköping tóku forystuna strax á elleftu mínútu leiksins.

Heimakonur bættu svo öðru og þriðja markinu við með stuttu millibili eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var því 3-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Fjórða markið leit svo dagsins ljós snemma í síðari hálfleik áður en gestirnir í Rosengård minnkuðu muninn eftir tæplega klukkutíma leik og þar við sat. Niðurstaðan því öruggur 4-1 sigur Liköping sem hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils í sænska boltanum, á meðan Guðrún og stöllur eru aðeins með eitt stig eftir jafntefli gegn Piteå í fyrstu umferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.