Rétti tíminn til að byggja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2023 12:00 Sigurður Ingi segir nýja fjármálaáætlun ekki standa í vegi fyrir framkvæmdum. Stöð 2/Ívar Fannar Sveitarstjórnarráðherra segir rétta tímann núna, þegar margt bendi til að fasteignamarkaðurinn sé að frjósa, fyrir hið opinbera að stíga inn og stuðla að byggingu nýrra íbúða Íbúðamarkaðurinn var á meðal þess sem til umræðu var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps var á meðal þeirra sem hélt erindi í gær. Hann sagði íbúafjölda hafa nærri tvöfaldast á svæðinu á áratug samhliða fjölgun ferðamanna. Staðan sé nú sú að það vanti íbúðir ólíkt því sem áður var. „Mjög mikill þrýstingur á húsnæði og staðan verið sú að atvinnurekendur þeir hafa keppst um að kaupa það sem að kemur á sölu. Sveitarfélagið hefur átt aðkomu að þó nokkrum íbúðaverkefnum en verið í sömu stöðu og aðrir atvinnurekendur. Við höfum þurft að kaupa og eiga húsnæði til þess að geta tekið á móti nýju starfsfólki. Þetta er erfið staða.“ Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Ívar Fannar Eina lausnin að byggja meira Samhliða þessu hafi fasteignaverð á svæðinu hækkað og sveitarfélagið gripið til þess ráðs að setja takmarkanir útleigu til ferðamanna á íbúðarhúsnæði. Til að bregðast við ástandinu hefur verið lögð áhersla á að byggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikið af íbúðum í byggingum eins og er. Við erum að ganga frá samkomulagi við HMS og verktaka um byggingu fjölbýlishús sem að óhagnaðardrifin leigufélög munu kaupa í. Þetta er þolinmæðisverkefni en eina lausnin er að byggja meira.“ Nægir fjármunir í boði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir ljóst að það þurfi að byggja þrjátíu og fimm þúsund íbúðir hér á landi á næstu tíu árum og búið sé að gera samninga við sveitarfélög til að ná því markmiði. „Hluti þeirra verður byggður sem sagt með stuðningi hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga og þess vegna er mikilvægt að við tökum höndum saman um það. Í fjármálaáætluninni er nægir fjármunir til þess að leggja af stað inni í þá vegferð þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Við getum farið af stað. Ég held að það sé akkúrat rétti tíminn núna þegar að svona margt bendir til þess að það sé að frjósa markaðurinn að þá er einmitt rétti tíminn fyrir opinbera aðila að stíga inn.“ Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Íbúðamarkaðurinn var á meðal þess sem til umræðu var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps var á meðal þeirra sem hélt erindi í gær. Hann sagði íbúafjölda hafa nærri tvöfaldast á svæðinu á áratug samhliða fjölgun ferðamanna. Staðan sé nú sú að það vanti íbúðir ólíkt því sem áður var. „Mjög mikill þrýstingur á húsnæði og staðan verið sú að atvinnurekendur þeir hafa keppst um að kaupa það sem að kemur á sölu. Sveitarfélagið hefur átt aðkomu að þó nokkrum íbúðaverkefnum en verið í sömu stöðu og aðrir atvinnurekendur. Við höfum þurft að kaupa og eiga húsnæði til þess að geta tekið á móti nýju starfsfólki. Þetta er erfið staða.“ Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Ívar Fannar Eina lausnin að byggja meira Samhliða þessu hafi fasteignaverð á svæðinu hækkað og sveitarfélagið gripið til þess ráðs að setja takmarkanir útleigu til ferðamanna á íbúðarhúsnæði. Til að bregðast við ástandinu hefur verið lögð áhersla á að byggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikið af íbúðum í byggingum eins og er. Við erum að ganga frá samkomulagi við HMS og verktaka um byggingu fjölbýlishús sem að óhagnaðardrifin leigufélög munu kaupa í. Þetta er þolinmæðisverkefni en eina lausnin er að byggja meira.“ Nægir fjármunir í boði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir ljóst að það þurfi að byggja þrjátíu og fimm þúsund íbúðir hér á landi á næstu tíu árum og búið sé að gera samninga við sveitarfélög til að ná því markmiði. „Hluti þeirra verður byggður sem sagt með stuðningi hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga og þess vegna er mikilvægt að við tökum höndum saman um það. Í fjármálaáætluninni er nægir fjármunir til þess að leggja af stað inni í þá vegferð þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Við getum farið af stað. Ég held að það sé akkúrat rétti tíminn núna þegar að svona margt bendir til þess að það sé að frjósa markaðurinn að þá er einmitt rétti tíminn fyrir opinbera aðila að stíga inn.“
Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira