Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um þau tíðindi sem bárust í morgun af fjölmiðlamarkaði þar sem tilkynnt var um að Fréttablaðið komi ekki lengur út eftir um 22 ára útgáfu og að sjónvarpsútsendingum Hringbrautar hafi einnig verið hætt.

Rætt verður við Sigmundi Erni Rúnarsson ritstjóra miðlana vegna þessa. 

Einnig tökum við stöðuna á Austfjörðum þar sem sumir fengu að snúa aftur til síns heima í morgun. 

Að auki förum við niður á Alþingi þar sem þingmenn komu í pontu undir liðnum störf þingsins og tjáðu sig um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 

Þá  segjum verið frá máli sem kom upp í skólabúðunum að Reykjum sem leiddi til þess að starfsmanni þar var sagt upp og heyrum í framkvæmdastjóra Einhverfusamtakanna sem vill að börnum sem mögulega eru með einhverfu sé leyft að njóta vafans áður en endanleg greining berst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×