Landsliðsþjálfari hafði ekki kvatt með sigri í 34 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 12:31 Arnar Þór Viðarsson er eini landsliðþjálfari karlaliðs Íslands í þrjá áratugi sem hefur kvatt með sigri. Getty/Cristian Preda Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld. Arnar tók pokann sinn í gær en síðasti leikur hans var 7-0 sigur Liechtenstein í undankeppni EM. Arnar endaði því bæði landsliðsferil sinn sem leikmaður og sem þjálfari á útileik í Liechtenstein. Síðasti leikurinn sem leikmaður endaði þó með 3-0 tapi í október 2007 sem jafnframt var síðasti leikur Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. Það er allt annað en algengt að íslenskur landsliðsþjálfari endi á sigri. Í raun þarf að fara allt til ársins 1989 til að finna landsliðsþjálfara sem kvaddi með sigri. Í því tilfelli var ekki um fastráðinn landsliðsþjálfara að ræða heldur stýrði Guðni Kjartansson íslenska liðinu í einum leik eftir að Sigfried Held hætti og tók við tyrkneska félaginu Galatasaray. Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í þessum eina leik Guðna, sem hafði áður þjálfað íslenska liðinu á árunum 1980 til 1989. Pétur Pétursson hafði verið út í kuldanum hjá Held en skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta var líka 45. og síðasta landsleikurinn hjá Ásgeiri Sigurvinssyni. Bo Johansson tók við landsliðinu og hann endaði með markalausu jafntefli á móti Dönum. Allir landsliðsþjálfarar síðan þá nema einn (Logi Ólafsson marklaust jafntefli 1997) höfðu hins vegar endað með því að tapa síðasta leiknum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sjá meira
Arnar tók pokann sinn í gær en síðasti leikur hans var 7-0 sigur Liechtenstein í undankeppni EM. Arnar endaði því bæði landsliðsferil sinn sem leikmaður og sem þjálfari á útileik í Liechtenstein. Síðasti leikurinn sem leikmaður endaði þó með 3-0 tapi í október 2007 sem jafnframt var síðasti leikur Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. Það er allt annað en algengt að íslenskur landsliðsþjálfari endi á sigri. Í raun þarf að fara allt til ársins 1989 til að finna landsliðsþjálfara sem kvaddi með sigri. Í því tilfelli var ekki um fastráðinn landsliðsþjálfara að ræða heldur stýrði Guðni Kjartansson íslenska liðinu í einum leik eftir að Sigfried Held hætti og tók við tyrkneska félaginu Galatasaray. Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í þessum eina leik Guðna, sem hafði áður þjálfað íslenska liðinu á árunum 1980 til 1989. Pétur Pétursson hafði verið út í kuldanum hjá Held en skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta var líka 45. og síðasta landsleikurinn hjá Ásgeiri Sigurvinssyni. Bo Johansson tók við landsliðinu og hann endaði með markalausu jafntefli á móti Dönum. Allir landsliðsþjálfarar síðan þá nema einn (Logi Ólafsson marklaust jafntefli 1997) höfðu hins vegar endað með því að tapa síðasta leiknum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi
Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sjá meira