Innlent

Íbúar hvattir til að sýna aðgæslu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Íbúar á Austurlandi eru hvattir til að sýna aðgæslu.
Íbúar á Austurlandi eru hvattir til að sýna aðgæslu. Vísir/Sigurjón

Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag en þó ekki alvarleg. Síðar í kvöld voru íbúar á Austurlandi hvattir til að sýna aðgæslu nærri vatnsfarvegum.

Í tilkynningu lögreglustjórans á Austurlandi eru íbúar þar hvattir til að sýna aðgæslu nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. 

„Íbúar í húsum nærri farvegum með sögu um krapaflóð eru hvattir til aðgæslu og að dvelja ekki í kjallaraherbergjum með gluggum sem vísa upp í hlíðina á meðan rigningin gengur yfir,“ segir í tilkynningunni.

Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að staðan sé enn sem komið er óbreytt: 

„Það er áframhaldandi þetta ástand, rigning, slydda eða snjókoma til fjalla. Það er bara verið að fylgjast rosalega vel með þessu.“

Samkvæmt veðurspá mun halda áfram að hlýna á svæðinu, einkum upp úr hádegi á morgun. Þá mun rigna í fjöll á öllu svæðinu og mun úrkoman verða mikil áfram fram á laugardag. Þá ætti þó að stytta upp eftir hádegi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×