Innlent

Semja um sjö ­hundruð liða­skipta­að­gerðir

Máni Snær Þorláksson skrifar
Samningarnir voru undirritaðir í dag.
Samningarnir voru undirritaðir í dag. Stjórnarráðið

Samningar milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd á sjö hundruð liðskiptaaðgerðum á þessu ári. Samningarnir voru síðan staðfestir af heilbrigðisráðherra. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að með þessu eigi afkastageta heilbrigðiskerfisins að nýtast betur, það leiði svo til styttri biðtíma sjúklinga eftir þessari þjónustu. Þá sé sjúklingum sem fá þjónustu á grundvelli samninganna tryggð greiðsluþátttaka í samræmi við reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að um ánægjuleg tímamót sé að ræða. Hann fullyrðir að umræddir samningar munu tryggja jafnt aðgengi einstaklinga að þessari þjónustu óháð efnahag.  

„Samningarnir eru einn liður í því að stuðla að aukinni samvinnu allra aðila heilbrigðiskerfisins og auka afkastagetuna. Þannig stuðla samningarnir að auknu, tímanlegu og jöfnu aðgengi að liðskiptaaðgerðum,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningunni.

Þá segir Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, að samningarnir séu mikilvægur þáttur í að stytta bið eftir mikilvægri heilbrigðisþjónustu. Það sé fagnaðarefni fyrir Sjúkratryggingar að standa að þessu verkefni og að náðst hafi góð samvinna við Klíníkina og Handlæknastöðina.

„Það er eitt lykilhlutverka Sjúkratrygginga að stuðla að sem bestu aðgengi og takmarka óhóflega bið eftir þjónustu,“ er haft eftir Sigurði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.