Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2023 12:13 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins kom dómsmálaráðherra til varnar í umræðunni. Vísir/Vilhelm Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og fyrsti flutningsmaður vantrauststillögu þingflokks þeirra, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Hún sagði dómsmálaráðherra hafa brotið gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem þingið óskaði eftir á grundvelli 51. greinar þingskapalaga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata er fyrsti flutningsmaður vantrauststillögunnar.Vísir/Vilhelm „Með þessu athæfi sínu braut ráðherrann gegn einni af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi, hann braut gegn upplýsingarétti Alþingis Íslendinga. Það er grafalvarlegt brot gegn þinginu, brot sem þingið má ekki láta yfir sig ganga eins og ekkert hafi gerst,“ sagði Þórhildur Sunna. Réttur þingsins til þess að kalla eftir þeim upplýsingum sem það þyrfti til að sinna störfum sínum væri skýlaus, viðtækur og gríðarlega mikilvægur. Ísland væri lýðveldi með þingbundinni stjórn og það mætti ekki leyfa ráðherrum að taka sér það vald að ákveða hvaða upplýsingar þingið ætti að fá og hverjar ekki. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun að öllum líkindum standa af sér vantrauststillögu fjögurra þingflokka.Vísir/Vilhelm Kom Jóni til varnar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins kom dómsmálaráðherra til varnar. Ráðherrann hefði fyrir nokkrum árum tekið upp samtal við Alþingi um afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Í framkvæmd hefði umsóknum til Alþingis verið forgangsraðað hjá Útlendingastofnun og eftir mikla fjölgun umsókna hefði afgreiðslutími umsókna lengst mikið. „Umboðsmaður Alþingis gerði athugasemdir við þennan langa málsmeðferðartíma í stjórnsýsluleiðinni. Til að bregðast við því gaf dómsmálaráðherra út þau fyrirmæli að stofnunin ætti að hætta að forgangsraða umsóknarbeiðnum til Alþingis og í stað þess afgreiða allar umsóknir í þeirri röð sem þær bárust,“ sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þingið fengi því áfram sínar umsóknir en ekki eins hratt og áður. Alþingi hefði aftur á móti vísað til 51. greinar þingskaparlaga og krafist þess að fá umsóknirnar útbúnar og afhentar innan tiltekinna tímamarka. „Ágreiningur hefur verið á milli ráðuneytisins og þingsins um hvort hægt sé að beita þessari grein til að krefjast þess að ný gögn verði búin til. Þennan ágreining þarf eðli máls samkvæmt að leiða í jörðu,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði niðurstöðu í minnisblaði skrifstofu Alþingis algerlega skýra.Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar vísaði hins vegar í minnisblað skrifstofu Alþingis hvað þetta atriði varðar. „Í minnisblaðinu er reifað hvort lög um veitingu ríkisborgararéttar feli í sér sérreglu. Sem túlka megi þannig að hún gangi framar ákvæði þingskaparlaga. Í stuttu máli er niðurstaða lögfræðinga á skrifstofu Alþingis að svo sé ekki,“ sagði Þórunn. Lögfræðilegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði fyrst og fremst um lögfræðilegan ágreining að ræða. Skýra þyrfti ákvæði laga um veitingu ríkisborgararéttar. Minnisblað skrifstofu Alþingis skapaði ekki grundvöll til vantrausts á dómsmálaráðherra. Umræðan um þessi mál hefði verið mjög hvöss. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur minnisblað skrifstofu Alþingis ekki grundvöll til vantrausts en endurskoða þyrfti lög um veitingu ríkisborgararéttar.Vísir/Vilhelm „Og ég leyfi mér að ímynda mér að auðvitað hafi óviðeigandi ummæli ráðherra hér í þingsal á þriðjudag, þar sem heilindi háttvirtra þingmanna voru dregin í efa, haft einhver áhrif hér um. Ég vil ítreka þá afstöðu mína að þau eiga ekki við hér í þingsal,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Umræðan heldur eitthvað áfram en búast má við að atkvæðagreiðsla hefjist um eða upp úr klukkan hálf eitt. Líklega fer fram nafnakall við atkvæðagreiðsluna og reikna má með að fjölmargir þingmenn geri grein fyrir atkvæði sínu. Miðað við málflutning forystufólks ríkisstjórnarinnar má aftur á móti reikna með að vantrauststillagan verði felld. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. 30. mars 2023 10:00 Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og fyrsti flutningsmaður vantrauststillögu þingflokks þeirra, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hóf umræðuna um vantraust á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Hún sagði dómsmálaráðherra hafa brotið gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem þingið óskaði eftir á grundvelli 51. greinar þingskapalaga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata er fyrsti flutningsmaður vantrauststillögunnar.Vísir/Vilhelm „Með þessu athæfi sínu braut ráðherrann gegn einni af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi, hann braut gegn upplýsingarétti Alþingis Íslendinga. Það er grafalvarlegt brot gegn þinginu, brot sem þingið má ekki láta yfir sig ganga eins og ekkert hafi gerst,“ sagði Þórhildur Sunna. Réttur þingsins til þess að kalla eftir þeim upplýsingum sem það þyrfti til að sinna störfum sínum væri skýlaus, viðtækur og gríðarlega mikilvægur. Ísland væri lýðveldi með þingbundinni stjórn og það mætti ekki leyfa ráðherrum að taka sér það vald að ákveða hvaða upplýsingar þingið ætti að fá og hverjar ekki. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mun að öllum líkindum standa af sér vantrauststillögu fjögurra þingflokka.Vísir/Vilhelm Kom Jóni til varnar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins kom dómsmálaráðherra til varnar. Ráðherrann hefði fyrir nokkrum árum tekið upp samtal við Alþingi um afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Í framkvæmd hefði umsóknum til Alþingis verið forgangsraðað hjá Útlendingastofnun og eftir mikla fjölgun umsókna hefði afgreiðslutími umsókna lengst mikið. „Umboðsmaður Alþingis gerði athugasemdir við þennan langa málsmeðferðartíma í stjórnsýsluleiðinni. Til að bregðast við því gaf dómsmálaráðherra út þau fyrirmæli að stofnunin ætti að hætta að forgangsraða umsóknarbeiðnum til Alþingis og í stað þess afgreiða allar umsóknir í þeirri röð sem þær bárust,“ sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þingið fengi því áfram sínar umsóknir en ekki eins hratt og áður. Alþingi hefði aftur á móti vísað til 51. greinar þingskaparlaga og krafist þess að fá umsóknirnar útbúnar og afhentar innan tiltekinna tímamarka. „Ágreiningur hefur verið á milli ráðuneytisins og þingsins um hvort hægt sé að beita þessari grein til að krefjast þess að ný gögn verði búin til. Þennan ágreining þarf eðli máls samkvæmt að leiða í jörðu,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði niðurstöðu í minnisblaði skrifstofu Alþingis algerlega skýra.Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar vísaði hins vegar í minnisblað skrifstofu Alþingis hvað þetta atriði varðar. „Í minnisblaðinu er reifað hvort lög um veitingu ríkisborgararéttar feli í sér sérreglu. Sem túlka megi þannig að hún gangi framar ákvæði þingskaparlaga. Í stuttu máli er niðurstaða lögfræðinga á skrifstofu Alþingis að svo sé ekki,“ sagði Þórunn. Lögfræðilegur ágreiningur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði fyrst og fremst um lögfræðilegan ágreining að ræða. Skýra þyrfti ákvæði laga um veitingu ríkisborgararéttar. Minnisblað skrifstofu Alþingis skapaði ekki grundvöll til vantrausts á dómsmálaráðherra. Umræðan um þessi mál hefði verið mjög hvöss. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur minnisblað skrifstofu Alþingis ekki grundvöll til vantrausts en endurskoða þyrfti lög um veitingu ríkisborgararéttar.Vísir/Vilhelm „Og ég leyfi mér að ímynda mér að auðvitað hafi óviðeigandi ummæli ráðherra hér í þingsal á þriðjudag, þar sem heilindi háttvirtra þingmanna voru dregin í efa, haft einhver áhrif hér um. Ég vil ítreka þá afstöðu mína að þau eiga ekki við hér í þingsal,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Umræðan heldur eitthvað áfram en búast má við að atkvæðagreiðsla hefjist um eða upp úr klukkan hálf eitt. Líklega fer fram nafnakall við atkvæðagreiðsluna og reikna má með að fjölmargir þingmenn geri grein fyrir atkvæði sínu. Miðað við málflutning forystufólks ríkisstjórnarinnar má aftur á móti reikna með að vantrauststillagan verði felld.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. 30. mars 2023 10:00 Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Bein útsending: Umræða um vantraust á dómsmálaráðherra Umræður um vantrauststillögu fjögurra þingflokka á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefjast á Alþingi klukkan 10:30 og verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Reiknað er með að umræðan standi yfir í rétt rúmar tvær klukkustundir. 30. mars 2023 10:00
Vantrauststillagan ekki neitt skemmtiefni Forsætisráðherra segir að vantrauststillaga sem fjórir þingflokkar lögðu fram á dómsmálaráðherra í gær ekki vera neitt skemmtiefni. Tillagan verður rædd strax í upphafi þingfundar klukkan hálf ellefu í dag. 29. mars 2023 23:42
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42
Vantrauststillaga lögð fram á Jón Gunnarsson Þingflokksformenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka lögðu rétt í þess fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Tillagan er lögð fram vegna þess að Jón hafi komið í veg fyrir að Alþingi fengið nauðsynleg gögn til lagasetningar. 29. mars 2023 14:55