Veðmálafyrirtæki hafa verið að færa sig upp á skaftið og eru alltaf að vera meira áberandi í hópi auglýsenda.
Veðmál eru beintengd íþróttum og það er mikið veðjað á úrslit í ensku úrvalsdeildinni.
Premier League clubs are set to agree to ban gambling companies from advertising on the front of their shirts. It is expected that the clubs will support the move in order to avoid government legislation banning gambling advertising completely https://t.co/rbpmBtK4Nc
— Times Sport (@TimesSport) March 29, 2023
The Times segir að félögin í ensku úrvalsdeildinni munu hittast í dag og ganga endanlega frá þessari nýju reglu.
Breytingarnar munu síðan taka gildi á þriggja ára tímabili.
Átta af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem sinn aðal auglýsenda á búningum.
Af þessum átta eru Fulham og Newcastle sem hafa bæði þegar tekið ákvörðum um að breyta um aðalstyrktaraðila fyrir næsta tímabil.
Það er samt búist við því að félögin megi halda inni minni auglýsingum frá veðmálafyrirtækjum á búningunum.
Samkvæmt frétt The Times þá mun ónefnt félag tapa 1,6 milljörðum þegar það missir sinn aðalstyrktaraðila. Þessi reglubreyting gæti því komið sumum félögum mjög illa.