Innlent

Eldur í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði: Engan sakaði en íbúð illa farin

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Frá vettvangi um klukkan 22 í kvöld.
Frá vettvangi um klukkan 22 í kvöld. Ingibjörg Gests

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Suðurvangi í Hafnarfirði í kvöld. Mikill reykmökkur var yfir húsinu og gler heyrðist brotna. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins og samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins urðu engin slys á fólki.

Fréttastofu barst ábending um eldinn með myndum og myndböndum um klukkan 22 svo þá hafði logað eldur í nokkrar mínútur. 

Mikill viðbúnaður var við fjölbýlishúsið í kvöld.Vísir/VIlhelm

Jónas Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu, að eldurinn hafi einskorðast að mestu leyti við eina íbúð í húsinu. Hann náði að dreifa sér eitthvað fram á gang en ekki í aðrar íbúðir. Sú íbúð sem kviknaði í er þó illa farin eftir brunann.

Íbúðin sem kviknaði í er illa farin eftir brunann.Vísir/Vilhelm
Fólk beið áttekta á meðan slökkviliðið var að störfum.Vísir/Vilhelm

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd sem tekin voru á vettvangi í kvöld.

Fylgst var með gangi mála í Hafnarfirði í vaktinni að neðan. Smellið á F5 ef vaktin birtist ekki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.