Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 14:10 Mikið hefur snjóað á Austfjörðum síðustu daga. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær. Vísir/Sigurjón Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Fjöldi snjóflóða féll á Austurlandi á mánudag, meðal annars í Neskaupstað, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Mjóafirði. Þá féll lítið snjóflóð úr Skágili í Neskaupstað um hálf eitt í dag, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þar segir að flóðið hafi fallið að horninu á ysta varnargarðinum í bænum en ekki náð að garðinum og ekki valdið tjóni. Húsin á Seyðisfirði við bætast nú við fyrri rýmingar eru: Gilsbakki 1 Hamrabakki 8 -12 Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 20 og 21 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa. Rýmingarsvæði á Seyðisfirði. Reitur 14 er innst í bænum, vestan Fjarðarár.Veðurstofan Áður hefur verið greint frá því að fyrri rýmingar á Eskifirði, í Neskaupstað og Seyðisfirði séu enn í gildi: Á Eskifirði er reitur 4 rýmdur, sem eru öll hús ofan Dalbrautar. Í Neskaupstað eru það reitir 4 - 5 - 6 – 16 – 17 og 20. (Sjá hlekk á vef Veðurstofu) Á Seyðisfirði eru það reitir 4 – 5 – 6 – 7 – 16 – 17 og 18. Við það bætist þá reitur 14 í kvöld. Ekkert skólahald í Neskaupstað út vikuna Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi séu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hafi verið ákveðið að ekkert skólahald verði í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama eigi við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verði ekki skólahald þessa daga. „Einnig mun ekkert skólahald verða í leikskólanum Dalborg á Eskifirði á meðan rýmningu varir á svæði 4 á Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla mun verða opinn. Stefnt er að því að skólahald í öðrum skólastofnunum Fjarðabyggðar verði með óbreyttum hætti, en foreldrar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum sem munu verða sendar út í fyrramálið ef breytingar verða á því,“ segir í tilkynningunni. Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Fjarðabyggð Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Fjöldi snjóflóða féll á Austurlandi á mánudag, meðal annars í Neskaupstað, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Mjóafirði. Þá féll lítið snjóflóð úr Skágili í Neskaupstað um hálf eitt í dag, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þar segir að flóðið hafi fallið að horninu á ysta varnargarðinum í bænum en ekki náð að garðinum og ekki valdið tjóni. Húsin á Seyðisfirði við bætast nú við fyrri rýmingar eru: Gilsbakki 1 Hamrabakki 8 -12 Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 20 og 21 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa. Rýmingarsvæði á Seyðisfirði. Reitur 14 er innst í bænum, vestan Fjarðarár.Veðurstofan Áður hefur verið greint frá því að fyrri rýmingar á Eskifirði, í Neskaupstað og Seyðisfirði séu enn í gildi: Á Eskifirði er reitur 4 rýmdur, sem eru öll hús ofan Dalbrautar. Í Neskaupstað eru það reitir 4 - 5 - 6 – 16 – 17 og 20. (Sjá hlekk á vef Veðurstofu) Á Seyðisfirði eru það reitir 4 – 5 – 6 – 7 – 16 – 17 og 18. Við það bætist þá reitur 14 í kvöld. Ekkert skólahald í Neskaupstað út vikuna Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi séu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu og rýminga hafi verið ákveðið að ekkert skólahald verði í Nesskóla, leikskólanum Eyrarvöllum og Tónskóla Neskaupstaðar, fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars. Sama eigi við um Verkmenntaskóla Austurlands en þar verði ekki skólahald þessa daga. „Einnig mun ekkert skólahald verða í leikskólanum Dalborg á Eskifirði á meðan rýmningu varir á svæði 4 á Eskifirði. Snillingadeild leikskólans sem staðsett er í Eskifjarðaskóla mun verða opinn. Stefnt er að því að skólahald í öðrum skólastofnunum Fjarðabyggðar verði með óbreyttum hætti, en foreldrar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum sem munu verða sendar út í fyrramálið ef breytingar verða á því,“ segir í tilkynningunni.
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Fjarðabyggð Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira