Enski boltinn

Ensku blöðin slá upp mögu­legum kaupum Man. Utd á Harry Kane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane með gullskó sem hann fékk fyrir að vera orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins.
Harry Kane með gullskó sem hann fékk fyrir að vera orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins. AP/Alastair Grant

Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er enn á ný til umræðu í enskum fjölmiðlum og nú þykir enn líklegra en áður að hann yfirgefi Tottenham.

Kana hefur slegið markamet á síðustu vikum, bæði hjá Tottenham og enska landsliðinu, en hann á enn eftir að vinna titil.

Sjö síðustu knattspyrnustjórar hafa komið og farið hjá Tottenham án þess að vinna titil.

Nokkur ensk blöð slá því upp í morgun að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vilji kaupa Kane í sumar.

Það er talað um að United muni bjóða áttatíu milljónir punda í þennan 29 ára gamla framherja.

Manchester United vantar framherja og hafa margir verið orðaðir við félagið á síðustu vikum. Kane var orðaður við félagið á sínum tíma en gerði þá nýjan samning við félagið.

Kane er með samning við Tottenham til ársins 2024 en hann hefur verið hjá félaginu frá árinu 2011.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar baksíður breskra blaða í dag.

Daily Star
Daily Mirror
Daily ExpressFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.