Messi skoraði sitt hundraðasta landsliðsmark í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 07:30 Lionel Messi fagnar einu marka sinna í nótt. AP/Nicolas Aguilera Huggulega heimferðin hjá Lionel Messi varð enn huggulegri í nótt þegar hann skoraði þrennu í 7-0 stórsigri Argentínu á Curacao í vináttulandsleik sem var spilaður í Argentínu. Messi hefur verið heiðraður við hvert tækifæri í þessari ferð heim til Argentínu en argentínska landsliðið spilaði þar líka tvo fyrstu leiki sína sem ríkjandi heimsmeistarar. FIRST HALF HAT-TRICK FOR LIONEL MESSI HE'S SCORED 102 GOALS FOR ARGENTINA #BBCFootball pic.twitter.com/zcU8go3VK2— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2023 Þeir áhorfendur sem voru svo heppnir að ná sér í miða fengu líka eitthvað fyrir peninginn því einn allra besti fótboltamaður sögunnar var á skotskónum. Messi þurfti bara fyrri hálfleikinn til að skora þrennu en um leið náði hann enn einum tímamótunum á hans ferli. Með fyrsta marki sínu í þrennunni þá var hann kominn með hundrað mörk fyrir argentínska landsliðið og er hann fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem nær því. Messi hefur nú skorað 102 mörk í 174 landsleikjum þar af er hann með 31 mark í 32 leikjum frá og með árinu 2021. Það eru sautján ár síðan að Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir argentínska landsliðið sem var í tapi á móti Króatíu í mars 2006. Þetta var hans sjöunda þrenna fyrir landsliðið. Argentina honor Leo Messi after reaching 100 goals for his country (via @TyCSports)pic.twitter.com/CQxGU1q1ml— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 Messi hafði skoraði sitt átta hundraðasta mark á ferlinum í hinum leik gluggans þar sem Argentína vann 2-0 sigur á Panama. Messi skoraði mörkin sín í nótt á 20., 33. og 37. mínútu en hann lagði líka upp mark fyrir Chelsea manninn Enzo Fernández á 35. mínútu. Nicolás González skoraði annað mark leiksins á 23. mínútu. Staðan var 5-0 í hálfleik en síðustu tvö mörkin komu á 78. og 87. mínútu. Það fyrra skoraði Ángel Di María úr vítaspyrnu en það síðasta skoraði Gonzalo Montiel. LEO MESSI SCORES HIS 100TH GOAL FOR ARGENTINA pic.twitter.com/puQfN9ztQ1— B/R Football (@brfootball) March 28, 2023 Leo Messi s last 14 games for Argentina: pic.twitter.com/jkHdRQckJ0— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Messi hefur verið heiðraður við hvert tækifæri í þessari ferð heim til Argentínu en argentínska landsliðið spilaði þar líka tvo fyrstu leiki sína sem ríkjandi heimsmeistarar. FIRST HALF HAT-TRICK FOR LIONEL MESSI HE'S SCORED 102 GOALS FOR ARGENTINA #BBCFootball pic.twitter.com/zcU8go3VK2— BBC Sport (@BBCSport) March 29, 2023 Þeir áhorfendur sem voru svo heppnir að ná sér í miða fengu líka eitthvað fyrir peninginn því einn allra besti fótboltamaður sögunnar var á skotskónum. Messi þurfti bara fyrri hálfleikinn til að skora þrennu en um leið náði hann enn einum tímamótunum á hans ferli. Með fyrsta marki sínu í þrennunni þá var hann kominn með hundrað mörk fyrir argentínska landsliðið og er hann fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem nær því. Messi hefur nú skorað 102 mörk í 174 landsleikjum þar af er hann með 31 mark í 32 leikjum frá og með árinu 2021. Það eru sautján ár síðan að Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir argentínska landsliðið sem var í tapi á móti Króatíu í mars 2006. Þetta var hans sjöunda þrenna fyrir landsliðið. Argentina honor Leo Messi after reaching 100 goals for his country (via @TyCSports)pic.twitter.com/CQxGU1q1ml— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023 Messi hafði skoraði sitt átta hundraðasta mark á ferlinum í hinum leik gluggans þar sem Argentína vann 2-0 sigur á Panama. Messi skoraði mörkin sín í nótt á 20., 33. og 37. mínútu en hann lagði líka upp mark fyrir Chelsea manninn Enzo Fernández á 35. mínútu. Nicolás González skoraði annað mark leiksins á 23. mínútu. Staðan var 5-0 í hálfleik en síðustu tvö mörkin komu á 78. og 87. mínútu. Það fyrra skoraði Ángel Di María úr vítaspyrnu en það síðasta skoraði Gonzalo Montiel. LEO MESSI SCORES HIS 100TH GOAL FOR ARGENTINA pic.twitter.com/puQfN9ztQ1— B/R Football (@brfootball) March 28, 2023 Leo Messi s last 14 games for Argentina: pic.twitter.com/jkHdRQckJ0— B/R Football (@brfootball) March 29, 2023
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira