McTominay er því búinn að skora fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar, en hann skoraði síðustu tvö mörk liðsins í 3-0 sigri gegn Kýpur um helgina.
Skotar eru því með fullt hús stiga eftir tvo leiki og tróna á toppi A-riðils með sex stig, þremur stigum meira en Spánverjar sem sitja í öðru sæti.
Þá skoraði Mateo Kovacic bæði mörk Króata í 2-0 sigri gegn Tyrkjum í D-riðli og Kieffer Moore skoraði sigurmark Walesverja í 1-0 sigri gegn Lettum. Wales og Króatía eru jöfn að stigum á toppi riðilsins með fjögur stig, Tyrkir sitja í þriðja sæti með þrjú stig, en Armenar og Lettar reka lestina án stiga.
Í I-riðli unnu Svisslendingar öruggan 3-0 sigur gegn Ísrael, Rúmenar lögðu Hvít-rússa 2-1 og Kósovó og Andorra gerðu 1-1 jafntefli.