Fótbolti

Georgía stal stigi af Norðmönnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Georgía og Noregur gerðu 1-1 jafntefli í dag.
Georgía og Noregur gerðu 1-1 jafntefli í dag. Levan Verdzeuli/Getty Images

Georgía og Noregur gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í Gergíu í undankeppni EM 2024 í fótbolta í dag.

Norðmenn tóku forystuna snemma leiks þegar Alexander Sorloth kom boltanum í netið á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Fredrik Aursnes og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Georgíumenn jöfnuðu þó metin eftir klukkutíma leik með marki frá Georges Mikautadze.

Þrátt fyrir stífa sókn Norðmanna það sem eftir lifði leiks tókst þeim ekki að finna sigurmarkið og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Bæði lið eru því með eitt stig í A-riðli, en Noðrmenn hafa leikið tvo leiki á meðan Georgía var að leika sinn fyrsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×