Innlent

Gul við­vörun á Aust­fjörðum á fimmtu­daginn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar fyrr í dag.
Frá Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar fyrr í dag. Vísir/Sigurjón

Gul viðvörun tekur á ný gildi á Austfjörðum á fimmtudaginn vegna snjókomu. Verður hún í gildi í heilan sólarhring. 

Búist er við talsverðri eða mikilli snjókomu eða skafrenning með þungri færð og lélegu skyggni á tímabilinu. Veðurstofan segir miklar líkur vera á samgöngutruflunum. 

Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og er hættustig í gildi á Eskifirði, Seyðisfirði og í Neskaupstað. Þá er rýming enn í gildi og sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, við fréttastofu fyrr í dag að ekki væri útlit fyrir að þeim yrði aflétt á næstunni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.