Enski boltinn

Tottenham sagt búið að hafa samband við Nagelsmann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julian Nagelsmann er eftirsóttur knattspyrnustjóri þótt að Bæjarar hafi ekki viljað halda honum.
Julian Nagelsmann er eftirsóttur knattspyrnustjóri þótt að Bæjarar hafi ekki viljað halda honum. Getty/Marius Becker

Julian Nagelsmann er laus og það lítur út fyrir að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham vilji fá hann sem knattspyrnustjóra.

Tottenham er að leita sér að nýjum framtíðatstjóra eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið um helgina.

Sky í Þýskalandi segir að Tottenham sé búið að hafa samband við Nagelsmann.

Nagelsmann var óvænt rekinn frá Bayern München á dögunum og ætlar að taka sér tíma í að skoða sína framtíð. Það er talið ólíklegt að hann ráði sig í nýtt starf fyrr en í sumar.

Hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid og það gætu því verið meira spennandi í boði en að taka við Tottenham.

Sky News fékk engin svör frá Tottenham um málið þegar leitað var eftir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.