Ronaldo skoraði tvö mörk í 6-0 sigrinum á móti Lúxemborg í seinni leiknum og hefur þar með skorað ellefu af þessum landsliðsmörkum í ellefu leikjum á móti Lúxemborg.
Lúxemborgarar hafa mest allra fengið að kenna á mörkum Ronaldo á hans landsliðsferli og eru eina þjóðin þar sem hann hefur skorað meira en tíu mörk á móti.
Portúgal er með Íslandi í riðli í þessari undankeppni og íslensku strákarnir eiga því eftir að mæta Portúgal og væntanlega Ronaldo tvisvar sinnum á þessu ári.
Ronaldo hefur spilað þrjá leiki á móti Íslandi og aðeins náð að skora eitt mark. Eins og sést á listanum hér fyrir neðan þá komast þangað þjóðir sem hann hefur skorað fjögur mörk eða fleiri á móti.
Nú er að von að Ronaldo haldi áfram að ganga erfiðlega að skora á móti Íslandi.
Það væru ágætt ef hann bætti ekki Íslandi á þennan lista sinn.
Eina markið skoraði Ronaldo beint úr aukaspyrnu á Laugardalsvellinum 12. október 2010. Hann skoraði ekki í seinni leiknum og ekki heldur þegar þjóðirnar mættust í úrslitakeppni EM 2016.