Innlent

Fanney Birna ráðin dagskrárstjóri Rásar 1

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Fanney Birna er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og Kjarnans og hefur um árabil haft umsjón með þjóðmálaumræðuþættinum Silfrinu á RÚV ásamt Agli Helgasyni.
Fanney Birna er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og Kjarnans og hefur um árabil haft umsjón með þjóðmálaumræðuþættinum Silfrinu á RÚV ásamt Agli Helgasyni.

Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og formaður siðanefndar Blaðamannafélags Íslands hefur verið ráðin dagskrárstjóri Rásar 1. Hún tekur við af Þresti Helgasyni en hann sagði starfi sínu lausu í febrúar síðastliðnum eftir að hafa gegnt starfinu í nærri níu ár.

Þetta kemur fram á vef RÚV en í tilkynningu frá útvarpsstjóra kemur fram að leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á starfsemi fjölmiðla, menningu og listum „framúrskarandi samskiptahæfni, leiðtogafærni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna.“

Átján sóttu um eftir að staða dagskrárstjóra var auglýst í síðasta mánuði. Á meðal umsækjenda voru systkinin Lára Ómarsdóttir og Þorfinnur Ómarsson. María Björk Ingvadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri N4, sótti einnig um stöðuna. Fleiri reynsluboltar úr heimi fjölmiðla voru á meðal umsækjenda, þar á meðal Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, RÚV, Morgunblaðinu og fleiri miðlum, og Þorsteinn J. Vilhjálmsson sem var um árabil í sjónvarpi, bæði sem fréttamaður og þáttastjórnandi.

Fanney Birna er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og Kjarnans og hefur um árabil haft umsjón með þjóðmálaumræðuþættinum Silfrinu á RÚV ásamt Agli Helgasyni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.