Innlent

Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn

Atli Ísleifsson skrifar
Anna Björg segir að tveir gluggar sem snúa í norður, það er upp í fjallið, hafi brotnað í snjóflóðinu. Hægri myndin er úr íbúð Önnu Bjargar og fjölskyldi við Starmýri.
Anna Björg segir að tveir gluggar sem snúa í norður, það er upp í fjallið, hafi brotnað í snjóflóðinu. Hægri myndin er úr íbúð Önnu Bjargar og fjölskyldi við Starmýri. Aðsend

Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað milli sex og sjö í morgun, meðal annars á tvö fjölbýlishús í bænum.

Anna Björg Rúnarsdóttir Fjeldsted segir í samtali við RÚV að hún hafi verið stödd með yngri dóttur sinni í stofu íbúðarinnar um sjöleytið þegar hún hafi skyndilega heyrt það sem hún lýsir sem sprengihljóði. Hurðin fram á gang hafi eyðilagst og snjóflóðið komið inn í íbúðina.

Anna Björg segir að hún hafi þá sótt son sinn sem hafi verið í einu herberginu og fengið snjó á sig. Maður Önnu Bjargar og dóttir hafi á sama tíma verið föst inni í einu svefnherberginu þar sem snjór hafi komið í veg fyrir að hægt væri að komast út.  Hún segir að maður hennar hafi grafið dótturina upp þar sem hún hafi fengið snjó yfir sig.

Anna Björg segir að maður hennar hafi aðeins vankast og dóttirin hlotið eitthvað af skrámum. Anna Björg var stödd á Heilbrigðisstofnun Austurlands þegar fréttastofa náði tali af henni rétt fyrir klukkan ellefu.

Anna segir að tveir gluggar á hæðinni sem snúa í norður, það er upp í fjallið, hafi brotnað í snjóflóðinu.


Tengdar fréttir

Vaktin: Snjó­­­flóð féllu í Nes­­kaup­­stað og unnið að rýmingu

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.