Sería B birti á miðlum sínum upplýsingar um þá leikmenn sem eru erfiðastir að stoppa einn á einn. Það eru þeir leikmenn sem reyna oftast og tekst oftast að komast fram hjá varnarmönnum með boltann.
Albert er þar í öðru sæti en 52 sinnum hefur hann tekið varnarmenn á og komist fram hjá þeim. Albert hefur alls níutíu sinnum reynt að sóla varnarmenn samkvæmt tölfræði deildarinnar.
Albert hefur skorað áta mörk og gefið fimm stoðsendingar í deildinni en þar af er hann með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í síðustu þrettán leikjum sínum.
Það er aðeins argentínski leikmaðurinn Franco Vázquez hjá Parma sem er ofar en Albert á þessum lista. Vázquez er í nokkrum sérflokki en hann hefur reynt 159 sinnum að sóla varnarmenn og 81 sinni hefur það heppnast hjá honum.
Albert er aðeins undan Rúmenanum Olimpiu Morutan hjá Pisa sem hefur reynt 87 sinnum að komast fram hjá varnarmönnum en 50 sinnum hefur það heppnast.
Hér fyrir neðan má sjá efstu fjóra menn á þessum athyglisverða lista.