Fótbolti

Sara Björk „endursýndi“ markið sitt tveimur vikum síðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar marki sínu fyrir Juventus á móti Internazionale.
Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar marki sínu fyrir Juventus á móti Internazionale. Getty/Filippo Alfero

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er aftur að komast á fulla ferð eftir meiðsli og hefur nú skorað í tveimur leikjum í röð.

Sara Björk skoraði í 3-1 sigri á Internazionale um helgina þegar hún skallaði boltann í markið efrtir hornspyrnu.

Hún hafði misst af leiknum á undan en skoraði einnig með skalla í síðasta leik sínum fyrir fjórtán dögum fyrr þegar Juventus vann Internazionale í bikarnum.

Miðlar Juventus bentu á þessa endurtekningu en Sara skoraði í bæði skiptin á sama mark á heimavelli Juve, með skalla og eftir fyrirgjöf frá vinstri.

Sara Björk hefur alls skoraði fjögur mörk í tuttugu leikjum í deild, bikar og Evrópukeppni á tímabilinu en hin mörkin skoraði hún í deildarleik á móti Parma í nóvember og Evrópuleik á móti Köge í september.

Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk Söru Bjarkar í síðustu tveimur leikjum hennar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.