Lærisveinar Heimis komust tvisvar yfir á móti Mexikó en jafnteflið dugar ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 07:30 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíka, á hliðarlínunni á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg í nótt. Getty/Hector Vivas Heimir Hallgrímsson náði jafntefli á erfiðum útivelli en það dugði ekki taplausu liði Jamaíka til að komast í gegnum riðilinn í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku og áfram í undanúrslit keppninnar. Jamaíka gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Mexíkó í lokaleiknum í nótt, leik sem liðið hefði þurft að vinna til að ná að tryggja sér efsta sætið og þar með sæti með þeirra fjögurra þjóða sem spila um titilinn. A valiant effort from our Boyz ends in a draw with Mexico Unfortunately, the result means that this is the end of road in our CONCACAF Nations League campaign which the Boyz completed undefeated and secured a place in the 2023 Gold Cup pic.twitter.com/oX6gxUvoGr— Official J.F.F (@jff_football) March 27, 2023 Heimir tók við landsliði Jamaíka í september síðastliðnum en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Jamaíka tapaði ekki leik í keppninni, gerði þrjú jafntefli og vann einn leik. Liðið endar með sex stig, tveimur stigum á eftir Mexíkó. Liðið fór ekki áfram í Þjóðadeildinni en tryggði sér sæti í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Gullbikarinn fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Leikurinn í nótt fór aftur á móti fram við blautar aðstæður á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg. Jamaíka komst tvisvar yfir í leiknum og í bæði skiptin í fyrri hálfleik. Bobby De Cordova-Reid skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu með frábæru skoti og seinna markið var sjálfsmark hjá Edson Alvarez á 32. mínútu. Orbelin Pineda jafnaði fyrst metin í 1-1 á 17. mínútu en endanlegt jöfnunarmark kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma en það skoraði Hirving Lozano. Ekkert mark var síðan skorað í seinni hálfleiknum. Mexíkó var 69 prósent með boltann og átti 25 skot á móti sex frá Jamaíka. Liðin náðu hins vegar bæði fjórum skotum á markið. Allt tölur sem við þekkjum hjá liðum Heimis. Þau liggja kannski aftarlega en ógna samt. View this post on Instagram A post shared by Flow Sports (@flowsportsapp) Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Jamaíka gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Mexíkó í lokaleiknum í nótt, leik sem liðið hefði þurft að vinna til að ná að tryggja sér efsta sætið og þar með sæti með þeirra fjögurra þjóða sem spila um titilinn. A valiant effort from our Boyz ends in a draw with Mexico Unfortunately, the result means that this is the end of road in our CONCACAF Nations League campaign which the Boyz completed undefeated and secured a place in the 2023 Gold Cup pic.twitter.com/oX6gxUvoGr— Official J.F.F (@jff_football) March 27, 2023 Heimir tók við landsliði Jamaíka í september síðastliðnum en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Jamaíka tapaði ekki leik í keppninni, gerði þrjú jafntefli og vann einn leik. Liðið endar með sex stig, tveimur stigum á eftir Mexíkó. Liðið fór ekki áfram í Þjóðadeildinni en tryggði sér sæti í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Gullbikarinn fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Leikurinn í nótt fór aftur á móti fram við blautar aðstæður á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg. Jamaíka komst tvisvar yfir í leiknum og í bæði skiptin í fyrri hálfleik. Bobby De Cordova-Reid skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu með frábæru skoti og seinna markið var sjálfsmark hjá Edson Alvarez á 32. mínútu. Orbelin Pineda jafnaði fyrst metin í 1-1 á 17. mínútu en endanlegt jöfnunarmark kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma en það skoraði Hirving Lozano. Ekkert mark var síðan skorað í seinni hálfleiknum. Mexíkó var 69 prósent með boltann og átti 25 skot á móti sex frá Jamaíka. Liðin náðu hins vegar bæði fjórum skotum á markið. Allt tölur sem við þekkjum hjá liðum Heimis. Þau liggja kannski aftarlega en ógna samt. View this post on Instagram A post shared by Flow Sports (@flowsportsapp)
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira