Lærisveinar Heimis komust tvisvar yfir á móti Mexikó en jafnteflið dugar ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 07:30 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíka, á hliðarlínunni á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg í nótt. Getty/Hector Vivas Heimir Hallgrímsson náði jafntefli á erfiðum útivelli en það dugði ekki taplausu liði Jamaíka til að komast í gegnum riðilinn í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku og áfram í undanúrslit keppninnar. Jamaíka gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Mexíkó í lokaleiknum í nótt, leik sem liðið hefði þurft að vinna til að ná að tryggja sér efsta sætið og þar með sæti með þeirra fjögurra þjóða sem spila um titilinn. A valiant effort from our Boyz ends in a draw with Mexico Unfortunately, the result means that this is the end of road in our CONCACAF Nations League campaign which the Boyz completed undefeated and secured a place in the 2023 Gold Cup pic.twitter.com/oX6gxUvoGr— Official J.F.F (@jff_football) March 27, 2023 Heimir tók við landsliði Jamaíka í september síðastliðnum en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Jamaíka tapaði ekki leik í keppninni, gerði þrjú jafntefli og vann einn leik. Liðið endar með sex stig, tveimur stigum á eftir Mexíkó. Liðið fór ekki áfram í Þjóðadeildinni en tryggði sér sæti í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Gullbikarinn fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Leikurinn í nótt fór aftur á móti fram við blautar aðstæður á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg. Jamaíka komst tvisvar yfir í leiknum og í bæði skiptin í fyrri hálfleik. Bobby De Cordova-Reid skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu með frábæru skoti og seinna markið var sjálfsmark hjá Edson Alvarez á 32. mínútu. Orbelin Pineda jafnaði fyrst metin í 1-1 á 17. mínútu en endanlegt jöfnunarmark kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma en það skoraði Hirving Lozano. Ekkert mark var síðan skorað í seinni hálfleiknum. Mexíkó var 69 prósent með boltann og átti 25 skot á móti sex frá Jamaíka. Liðin náðu hins vegar bæði fjórum skotum á markið. Allt tölur sem við þekkjum hjá liðum Heimis. Þau liggja kannski aftarlega en ógna samt. View this post on Instagram A post shared by Flow Sports (@flowsportsapp) Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira
Jamaíka gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Mexíkó í lokaleiknum í nótt, leik sem liðið hefði þurft að vinna til að ná að tryggja sér efsta sætið og þar með sæti með þeirra fjögurra þjóða sem spila um titilinn. A valiant effort from our Boyz ends in a draw with Mexico Unfortunately, the result means that this is the end of road in our CONCACAF Nations League campaign which the Boyz completed undefeated and secured a place in the 2023 Gold Cup pic.twitter.com/oX6gxUvoGr— Official J.F.F (@jff_football) March 27, 2023 Heimir tók við landsliði Jamaíka í september síðastliðnum en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Jamaíka tapaði ekki leik í keppninni, gerði þrjú jafntefli og vann einn leik. Liðið endar með sex stig, tveimur stigum á eftir Mexíkó. Liðið fór ekki áfram í Þjóðadeildinni en tryggði sér sæti í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Gullbikarinn fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Leikurinn í nótt fór aftur á móti fram við blautar aðstæður á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg. Jamaíka komst tvisvar yfir í leiknum og í bæði skiptin í fyrri hálfleik. Bobby De Cordova-Reid skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu með frábæru skoti og seinna markið var sjálfsmark hjá Edson Alvarez á 32. mínútu. Orbelin Pineda jafnaði fyrst metin í 1-1 á 17. mínútu en endanlegt jöfnunarmark kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma en það skoraði Hirving Lozano. Ekkert mark var síðan skorað í seinni hálfleiknum. Mexíkó var 69 prósent með boltann og átti 25 skot á móti sex frá Jamaíka. Liðin náðu hins vegar bæði fjórum skotum á markið. Allt tölur sem við þekkjum hjá liðum Heimis. Þau liggja kannski aftarlega en ógna samt. View this post on Instagram A post shared by Flow Sports (@flowsportsapp)
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira