„Mikilvægt í svona leikjum að skora mark snemma“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. mars 2023 18:45 Jón Dagur í baráttunni í dag. vísir/Getty Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið þegar liðið vann stórsigur á Liechtenstein í undankeppni EM í dag Leiknum lauk með 0-7 sigri Íslands og er um að ræða stærsta sigur Íslands í mótsleik. „Það er gott en auðvitað var þetta eitthvað sem við áttum að geta gert. Þetta var skyldusigur en við kláruðum samt vel og það er gott að geta lagt hinn leikinn til hliðar og farið með bros á vör úr þessu verkefni,“ sagði Jón Dagur um stórsigurinn. Aron Einar gerði þrennu fyrir íslenska liðið en hann var í leikbanni gegn Bosníu. Tvö marka Arons komu eftir hornspyrnu frá Jóni Degi. „Nei það voru kannski ekki margir sem bjuggust við því (að Aron myndi skora þrennu) en bara geggjað fyrir hann. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendingarnar en það er bara gaman að sjá kallinn skora þrjú,“ sagði Jón Dagur. Hann segir mikilvægt að hafa náð inn marki snemma gegn liði sem spilar jafn varnarsinnaðan fótbolta og Liechtenstein. „Það er mjög mikilvægt í svona leikjum að ná marki snemma. Annars hefðu þeir getað byggt upp sjálfstraust. Þetta var gullfallegt mark í byrjun og gott að fá markið snemma.“ „Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði í fyrsta leik. Menn voru búnir að bíða lengi eftir þeim leik og að fá svona skell var mjög erfitt. Það er gott að svara því svona,“ sagði Jón Dagur áður en hann var spurður að því hvort gagnrýnin eftir þann leik hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Mér sýndist allavega ekki,“ sagði Jón Dagur, sposkur á svip. Klippa: Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Leiknum lauk með 0-7 sigri Íslands og er um að ræða stærsta sigur Íslands í mótsleik. „Það er gott en auðvitað var þetta eitthvað sem við áttum að geta gert. Þetta var skyldusigur en við kláruðum samt vel og það er gott að geta lagt hinn leikinn til hliðar og farið með bros á vör úr þessu verkefni,“ sagði Jón Dagur um stórsigurinn. Aron Einar gerði þrennu fyrir íslenska liðið en hann var í leikbanni gegn Bosníu. Tvö marka Arons komu eftir hornspyrnu frá Jóni Degi. „Nei það voru kannski ekki margir sem bjuggust við því (að Aron myndi skora þrennu) en bara geggjað fyrir hann. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendingarnar en það er bara gaman að sjá kallinn skora þrjú,“ sagði Jón Dagur. Hann segir mikilvægt að hafa náð inn marki snemma gegn liði sem spilar jafn varnarsinnaðan fótbolta og Liechtenstein. „Það er mjög mikilvægt í svona leikjum að ná marki snemma. Annars hefðu þeir getað byggt upp sjálfstraust. Þetta var gullfallegt mark í byrjun og gott að fá markið snemma.“ „Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði í fyrsta leik. Menn voru búnir að bíða lengi eftir þeim leik og að fá svona skell var mjög erfitt. Það er gott að svara því svona,“ sagði Jón Dagur áður en hann var spurður að því hvort gagnrýnin eftir þann leik hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Mér sýndist allavega ekki,“ sagði Jón Dagur, sposkur á svip. Klippa: Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10
Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn