Mitch McConnell er þaulsetnasti leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann tók fyrst sæti í deildinni árið 1984.AP/J. Scott Applewhite
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega.
McConnell, sem er 81 árs gamall, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og féll í kvöldverðarboði í Washington-borg 8. mars. Hann hlaut heilahristing og rifbeinsbrot, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Þingmaðurinn var fluttur á endurhæfingardeild 13. mars en fékk loks að fara heim til sín í gær. Þar ætlar hann að vinna í nokkra daga að ráðum sjúkraþjálfara.
„Ég hlakka til að mæta í persónu í öldungadeildina bráðum,“ sagði McConnell í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær.
McConnell bíða harðvítugar deilur í þinginu þegar hann snýr aftur. Þingið þarf að hækka svonefnd skuldaþak ríkissjóðs á næstu vikum og mánuðum svo ekki komi til greiðsluþrots bandaríska ríkisins í sumar. Repúblikanaflokkur McConnell, sem ræður fulltrúadeildinni, er andvígur hækkun á skuldaþakinu.
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.