„Það var ekki hátt risið á landsliðsfyrirliðanum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. mars 2023 08:00 Eiður Smári var fyrirliði Íslands í einu versta, ef ekki allra versta tapi í sögu liðsins. Þrír úr teymi Íslands byrjuðu leikinn einnig. Mynd/Daníel Þrír í teymi íslenska karlalandsliðsins eiga afar slæmar minningar frá Vaduz hvar Ísland sækir Liechtenstein heim í undankeppni EM í dag. Þar varð liðið niðurlægt fyrir fimmtán árum síðan. Ísland mætir Liechtenstein á ný í dag. „Það var ekki hátt risið á landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen eftir leikinn við Liechtenstein: Allir strákarnir í liðinu þurfa að líta í eigin barm“ segir fyrirsögn Óskars Ófeigs Jónssonar um 3-0 tap Íslands fyrir Liechtenstein í Vaduz árið 2007. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson voru báðir í byrjunarliði Íslands er liðið galt þetta fræga afhroð. Ívar Ingimarsson, formaður landsliðsnefndar og stjórnarmaður KSÍ, sem er með í för í Liechtenstein, var þá einnig í byrjunarliðinu. „Við vorum einfaldlega niðurlægðir,“ sagði Eyjólfur Sverrisson eftir tapið en Ísland fékk aðeins eitt stig úr tveimur viðureignum við Liechtenstein í undankeppni EM 2008. 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli og 3-0 tap ytra. Umfjöllun Óskars Ófeigs Jónssonar um tapið í Vaduz árið 2007.Mynd/Fréttablaðið „Segðu af þér, Eyjólfur“ var fyrirsögn Henrys Birgis Gunnarssonar í Fréttablaðinu eftir leikinn hér heima þar sem liðin skildu jöfn 1-1. Það var fyrir leikinn ytra þar sem niðurlægingin var algjör, líkt og Eyjólfur sagði sjálfur. Liechtenstein hefur verið á agalegu skriði undanfarið og tapaði hverjum einasta leik sem liðið spilaði á síðasta ári. Síðasti sigur liðsins kom í október árið 2020. Það kemur því ekkert til greina annað en íslenskur sigur þegar liðin eigast við í undankeppni EM 2024 í Vaduz í dag. Arnar Þór og Jóhannes Karl spiluðu báðir leikinn slæma í Vaduz 2007.Vísir/Diego Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
„Það var ekki hátt risið á landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen eftir leikinn við Liechtenstein: Allir strákarnir í liðinu þurfa að líta í eigin barm“ segir fyrirsögn Óskars Ófeigs Jónssonar um 3-0 tap Íslands fyrir Liechtenstein í Vaduz árið 2007. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson og aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson voru báðir í byrjunarliði Íslands er liðið galt þetta fræga afhroð. Ívar Ingimarsson, formaður landsliðsnefndar og stjórnarmaður KSÍ, sem er með í för í Liechtenstein, var þá einnig í byrjunarliðinu. „Við vorum einfaldlega niðurlægðir,“ sagði Eyjólfur Sverrisson eftir tapið en Ísland fékk aðeins eitt stig úr tveimur viðureignum við Liechtenstein í undankeppni EM 2008. 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli og 3-0 tap ytra. Umfjöllun Óskars Ófeigs Jónssonar um tapið í Vaduz árið 2007.Mynd/Fréttablaðið „Segðu af þér, Eyjólfur“ var fyrirsögn Henrys Birgis Gunnarssonar í Fréttablaðinu eftir leikinn hér heima þar sem liðin skildu jöfn 1-1. Það var fyrir leikinn ytra þar sem niðurlægingin var algjör, líkt og Eyjólfur sagði sjálfur. Liechtenstein hefur verið á agalegu skriði undanfarið og tapaði hverjum einasta leik sem liðið spilaði á síðasta ári. Síðasti sigur liðsins kom í október árið 2020. Það kemur því ekkert til greina annað en íslenskur sigur þegar liðin eigast við í undankeppni EM 2024 í Vaduz í dag. Arnar Þór og Jóhannes Karl spiluðu báðir leikinn slæma í Vaduz 2007.Vísir/Diego
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira