Hinn 22 ára gamli Håland hefur skorað og skorað á leiktíðinni. Sem stendur er hann með 42 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum. Hann er hins vegar meiddur á nára og þurfti að draga sig úr landsliðshópi Noregs sem hefur leik í undankeppni EM 2024 í núverandi landsleikjaglugga.
„Hann verður að setja heilsuna í forgang og reyna komast aftur í sitt besta form. Honum gengur vel en er sorgmæddur [að vera ekki með Noregi],“ sagði Alfie Håland, faðir Erlings, við TV2.
„Manchester City vinnur náið með spítala í Barcelona. Hann hefur verið þar í meðhöndlun og athugunum. Nú er hann kominn til Marbella þar sem hann verður í nokkra daga með sjúkraþjálfara frá félaginu. Það er fylgst vel með honum,“ bætti Alfie við.
"Manchester City has a partnership with a hospital in Barcelona. He has been there for further checks and treatment."https://t.co/C9MDPIgCUb
— Football365 (@F365) March 24, 2023
Manchester City er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Arsenal en með leik til góða. Liverpool er í 6. sæti með 42 stig, sjö stigum á eftir Newcastle United í fjórða sætinu en með tvo leiki til góða.