32 ára gamli vara­maðurinn Joselu skoraði tvö í sínum fyrsta leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Joselu fagnaði mörkum sínum vel og innilega.
Joselu fagnaði mörkum sínum vel og innilega. Silvestre Szpylma/Quality Sport Images/Getty Images

Spánverjar unnu góðan 3-0 sigur er liðið tók á móti Noregi í fyrstu umferð undankeppni EM 2024 í kvöld í leik þar sem hinn 32 ára gamli Joselu stal fyrirsögnunum.

Joselu var að spila sinn fyrsta landsleik á ferlinum og hann skoraði seinni tvö mörk Spánverja þá lokamínútum leiksins eftir að Dani Olmo hafði komið liðinu yfir eftir aðeins 13 mínútna leik.

Joselu þurfti ekki margar mínútur í sínum fyrsta landsleik til að skora sín fyrstu mörk því hann kom inn af varamannabekknum á 81. mínútu leiksins. Hann var svo búinn að skora fyrra mark sitt á 84. mínútu og það seinna kom aðeins mínútu síðar.

Joselu var því aðeins búinn að spila fjórar mínútur fyrir spænska landsliðið á ferlinum þegar hann var búinn að skora tvö mörk. Slgjör draumabyrjun á landsliðsferlinum.

Niðurstaðan varð því 3-0 sigur Spánverja sem eru nú með þrjú stig eftir einn leik í A-riðli, en Norðmenn eru án stiga.

Þá fóru tveir aðrir leikir fram á sama tíma í undankeppni EM þar sem Nathan Broadhead reyndist hetja Walesverja er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Króötum í D-riðli og Rúmenar unnu 2-0 útisigur gegn Andorra í I-riðli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira