Kane og Saka sáu um Úkraínumenn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Markaskorarar dagsins.
Markaskorarar dagsins. vísir/Getty

Enska landsliðið í fótbolta átti ekki í teljandi erfiðleikum með Úkraínumenn þegar liðin mættust í C-riðli undankeppni EM á Wembley í Lundúnum í dag.

Enskir fylgdu þar með á eftir góðum útisigri á Ítalíu á dögunum og eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína.

Harry Kane eignaði sér markamet enska landsliðsins á dögunum og var enn í hátíðarskapi þegar hann náði forystunni fyrir Englendinga eftir undirbúning Bukayo Saka á 37.mínútu.

Saka sá sjálfur um að tvöfalda forystuna á 40.mínútu eftir stoðsendingu frá Jordan Henderson og enska liðið með þægilega stöðu í leikhléi.

Úkraínumenn voru að leika sinn fyrsta leik í riðlinum og náðu ekki að ógna marki heimamanna að neinu ráði. Fór að lokum svo að England vann sannfærandi 2-0 sigur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira