Fótbolti

Kane sló markametið þegar Englendingar unnu í Napolí

Smári Jökull Jónsson skrifar
Harry Kane er orðinn markahæsti leikmaður Englands frá upphafi.
Harry Kane er orðinn markahæsti leikmaður Englands frá upphafi. Vísir/Getty

Harry Kane er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Englands en hann skoraði annað marka liðsins í 2-1 sigri á Ítalíu í kvöld. Þá unnu Danir sigur á Finnum í Norðurlandaslag.

England og Ítalía mættust í Napolí í kvöld í undankeppni Evrópumótsins í Þýskalandi á næsta ári. Declan Rice kom Englandi yfir á 13. mínútu og harry Kane skoraði annað mark liðsins á 44. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu.

Með markinu er Kane nú markahæsti leikmaður Englands frá upphafi. Hann hefur skorað 54 mörk fyrir enska landsliðið og er nú kominn uppfyrir Wayne Rooney.

Ítalir minnkuðu muninn þegar Mateo Retegui skoraði á 56. mínútu og tíu mínútum fyrir leikslok fékk Luke Shaw rauða spjaldið. Englendingar héldu þó út og fögnuðu góðum 2-1 sigri.

Á Parken í Kaupamannahöfn tóku Danir á móti Finnum. Rasmus Hojlund skoraði fyrsta markið fyrir Dani á 21. mínútu en Oliver Antman jafnaði metin fyrir Finna í upphafi síðari hálfleiks.

Heimamenn gerðu hins vegar út um leikinn undir lokin. Hojlund bætti við sínu öðru marki á 82. mínútu og fullkomnaði þrennuna í uppbótartíma. Lokatölur 3-1 Dönum í vil.

Önnur úrslit:

Kazakstan - Slóvenía 1-2

Norður-Makedónía - Malta 2-1

San Marínó - Norður Írland 0-2

Portúgal - Lichtenstein 4-0

Slóvakía - Lúxemborg 0-0
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.