Fótbolti

Ronaldo skoraði tvö og er nú sá landsleikjahæsti í sögunni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo hafði ærna ástæðu til að fagna í kvöld.
Cristiano Ronaldo hafði ærna ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Getty

Cristiano Ronaldo er orðinn landsleikjahæsti knattspyrnumaður sögunnar en hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Portúgal gegn Lichtenstein í kvöld. 

Portúgal og Licthenstein eru í riðli Íslands í undankeppni Evrópumótsins en fyrirfram var búist við öruggum sigri heimamanna.

Heimamenn ollu stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum. Þeir unnu þægilegan 4-0 sigur þó svo að forystan hafi aðeins verið 1-0 í hálfleik eftir mark Joao Cancelo.

Bernando Silva bætti við öðru marki strax í upphafi síðari hálfleiks og síðan var komið að Ronaldo. Hann skoraði úr víti á 51. mínútu og bætti við öðru marki tólf mínútum síðar. Lokatölur 4-0 og Portúgal í efsta sæti riðilsins.

Eftir leikinn er Ronaldo nú landsleikjahæsti knattspyrnumaður sögunnar, magnaður íþróttamaður. Ekki nóg með það heldur hefur hann skorað tuttugu ár í röð fyrir Portúgal.

Í þriðja leik riðilsins gerðu Slóvakía og Lúxemborg 0-0 jafntefli og fara þau því bæði upp fyrir Ísland í töflunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×