Bosníumenn hafa tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Íslandi þar ytra nú í kvöld. Athygli vekur að Edin Dzeko, leikmaður Inter á Ítalíu, er ekki í byrjunarliði bosníska liðsins.
Dzeko hefur leikið 126 leiki fyrir bosníska landsliðið og skorað í þeim 64 mörk. Hann hefur leikið með liðum eins og Roma og Manchester City á sínum ferli og er án nokkurs vafa þekktasti leikmaðurinn í leikmannahópi Bosníu.
Benjamin Tahirovic er í byrjunarliði Bosníu en hann er tvítugur leikmaður Roma.
OFFICIAL BIH starting XI to play Iceland.
— BiHFootball (@BiHFootball) March 23, 2023
It's a shocking one to say the least. #BIHISL #EURO2024 pic.twitter.com/fkhWV2DsLa