Ríkið gæti þurft að koma heimilunum til aðstoðar Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2023 19:40 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið kunni að þurfa að koma heimilunum til aðstoðar vegna aukinnar vaxtabyrði. Stöð 2/Arnar Fjármálaráðherra segir til greina koma að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna aukinnar vaxtabyrði heimilanna. Skilaboð Seðlabankans í gær hafi verið skýr varðandi baráttuna við verðbólgu en einnig þurfi að gæta þess að hækka vexti ekki of mikið þannig að það skapist samdráttur og kreppa í samfélaginu. Seðlabankinn eins og seðlabankar annarra ríkja reynir að slá á hitann í efnahagslífinu með ítrekuðum vaxtahækkunum til að vinna gegn þrálátri og hækkandi verðbólgu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikil umsvif og hagvöxt undanfarin misseri skila sér í miklum tekjuauka hjá ríkissjóði. „Við sjáum það á öllum helstu tekjustofnum ríkisins að þeir munu skila mun meiri tekjum á árinu en við sáum fram á. Það munar verulega um þetta og viðsnúningurinn í rekstri ríkissjóðs er mjög hraður um þessar mundir," segir Bjarni. Þannig batni afkoman um 70 milljarða á þessu ári og hafi þá batnað um 200 milljarða á tæpum tveimur árum. Þetta komi sér vel til að greiða niður skuldir því ríkissjóður búi við mjög há vaxtagjöld. Hins vegar kalli verðbólgan líka á aukin útgjöld því ríkissjóður vilji að greiðslur almannatrygginga haldi í við verðlagið. En á sama tíma og ríkissjóður hagnast finna heimilin fyrir mjög bröttum vaxtahækkunum á húsnæðislánum á undanförnum mánuðum þar sem afborganir hafa hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Vextir á óverðtryggðum breytilegum lánum gætu nálgast tíu prósentin fylgi bankarnir ákvörðun Seðlabankans frá í gær til fulls. Ríkisstjórnin kynnir uppfærða fjármálaáætlun í næstu viku þar sem reikna má með ýmsum breytingum á gjalda- og tekjuhlið fjárlaga til að bregðast við þeirri þenslu sem nú ríkir í efnahagslífinu.Stöð 2/Arnar Þarf ríkissjóður eitthvað að horfa til þess verja heimilin, gera þeim lífið auðveldara, á meðan þessi vaxtakúfur er? „Ég ætla alls ekki að útiloka að það geti reynst nauðsynlegt. Menn þurfa að vanda sig mjög í þeim aðgerðum en það geta verið hópar sem eru mjög viðkvæmir fyrir þessari stöðu,“ segir fjármálaráðherra. Fyrstu ættu viðskiptabankarnir hins vegar að bjóða upp á leiðir til að létta byrðar viðskiptavina sinna. Þeir gæti til að mynda fleytt auknum afborgunum vegna hærri vaxta aftur fyrir afborganir af láni. Seðlabankastjóri sagði í gær að þrálát verðbólga yki líkurnar á samdrætti og kreppu. Óttast þú að sú staða geti komið upp? „Ég tel að það þurfi ekki að fara þannig. En það er alveg rétt að ef við endum í því að hækka vexti mögulega of hátt til að skilaboðin heyrist og ef menn bregðast of skarpt við á sviði ríkisfjármálanna, þá getur þú farið fram af kletti og endað í atvinnuleysi og samdrætti,” segir Bjarni. Nú skipti mestu að það komist skýrt til skila að þeir sem geti haft áhrif ætli sér að grípa inn í. „Við viljum ekki endurtaka það sem hefur gerst í sögunni þegar verðbólga fer í tveggja stafa tölu. Það er alveg klárt í mínum huga að það er óþarfi að fara niður þann stíg. Þess vegna þarf að bregðast við og það þarf samhent átak til að ná árangri,“ segir Bjarni Benediktsson. Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild sinni: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. 23. mars 2023 14:00 Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. 22. mars 2023 19:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Seðlabankinn eins og seðlabankar annarra ríkja reynir að slá á hitann í efnahagslífinu með ítrekuðum vaxtahækkunum til að vinna gegn þrálátri og hækkandi verðbólgu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikil umsvif og hagvöxt undanfarin misseri skila sér í miklum tekjuauka hjá ríkissjóði. „Við sjáum það á öllum helstu tekjustofnum ríkisins að þeir munu skila mun meiri tekjum á árinu en við sáum fram á. Það munar verulega um þetta og viðsnúningurinn í rekstri ríkissjóðs er mjög hraður um þessar mundir," segir Bjarni. Þannig batni afkoman um 70 milljarða á þessu ári og hafi þá batnað um 200 milljarða á tæpum tveimur árum. Þetta komi sér vel til að greiða niður skuldir því ríkissjóður búi við mjög há vaxtagjöld. Hins vegar kalli verðbólgan líka á aukin útgjöld því ríkissjóður vilji að greiðslur almannatrygginga haldi í við verðlagið. En á sama tíma og ríkissjóður hagnast finna heimilin fyrir mjög bröttum vaxtahækkunum á húsnæðislánum á undanförnum mánuðum þar sem afborganir hafa hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Vextir á óverðtryggðum breytilegum lánum gætu nálgast tíu prósentin fylgi bankarnir ákvörðun Seðlabankans frá í gær til fulls. Ríkisstjórnin kynnir uppfærða fjármálaáætlun í næstu viku þar sem reikna má með ýmsum breytingum á gjalda- og tekjuhlið fjárlaga til að bregðast við þeirri þenslu sem nú ríkir í efnahagslífinu.Stöð 2/Arnar Þarf ríkissjóður eitthvað að horfa til þess verja heimilin, gera þeim lífið auðveldara, á meðan þessi vaxtakúfur er? „Ég ætla alls ekki að útiloka að það geti reynst nauðsynlegt. Menn þurfa að vanda sig mjög í þeim aðgerðum en það geta verið hópar sem eru mjög viðkvæmir fyrir þessari stöðu,“ segir fjármálaráðherra. Fyrstu ættu viðskiptabankarnir hins vegar að bjóða upp á leiðir til að létta byrðar viðskiptavina sinna. Þeir gæti til að mynda fleytt auknum afborgunum vegna hærri vaxta aftur fyrir afborganir af láni. Seðlabankastjóri sagði í gær að þrálát verðbólga yki líkurnar á samdrætti og kreppu. Óttast þú að sú staða geti komið upp? „Ég tel að það þurfi ekki að fara þannig. En það er alveg rétt að ef við endum í því að hækka vexti mögulega of hátt til að skilaboðin heyrist og ef menn bregðast of skarpt við á sviði ríkisfjármálanna, þá getur þú farið fram af kletti og endað í atvinnuleysi og samdrætti,” segir Bjarni. Nú skipti mestu að það komist skýrt til skila að þeir sem geti haft áhrif ætli sér að grípa inn í. „Við viljum ekki endurtaka það sem hefur gerst í sögunni þegar verðbólga fer í tveggja stafa tölu. Það er alveg klárt í mínum huga að það er óþarfi að fara niður þann stíg. Þess vegna þarf að bregðast við og það þarf samhent átak til að ná árangri,“ segir Bjarni Benediktsson. Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild sinni:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. 23. mars 2023 14:00 Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. 22. mars 2023 19:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. 23. mars 2023 14:00
Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. 22. mars 2023 19:40